2.sæti í 3.deild 2013

Huginn og Fjarðabyggð unnu bæði sína lokaleiki í 3.deild karla um helgina.
Liðin luku keppni bæði með 15 sigra í 18 leikjum og 45 stig en Fjarðabyggð urðu deildarmeistarar á markatölu.
Huginn sigraði Magna 3-2 á meðan Fjarðabyggð slátraði Leikni á Búðagrund og þannig tryggðu þeir sér efsta sætið.
Liðin tóku efstu tvö sætin með miklum yfirburðum og munu leika í 2.deild næstkomandi sumar.
Liðin í 2.deild 2014:
Grótta / KV
– Grótta og KV spila úrslitaleik um það hvort liðið fylgir HK upp í 1.deild karla. Hitt liðið mun sitja eftir í 2.deild.
Huginn
Fjarðabyggð
– Liðin sem koma upp í 2.deild úr þeirri 3ju.
Völsungur
KF
– Liðin sem falla úr 1. niður í 2.deild.
Dalvík/Reynir
Sindri
Afturelding
ÍR
Njarðvík
Reynir S 
Ægir
Það er ljóst að næsta sumar verður lið Hugins á töluverðu ferðalagi. Reikna má með því að af 11 útileikjum komi liðið til með að fljúga til Reykjavíkur í 6 af þeim, þ.e. gegn Ægi í Þorlákshöfn, Reyni í Sandgerði, Njarðvík, ÍR, Aftureldingu og svo Gróttu eða KV.
Hinir 5 útileikirnir eru sennilega keyrsluleikir. Sindri á Höfn, Fjarðabyggð, Völsungur, Dalvík/Reynir og KF.
Það er ljóst að veturinn og næsta tímabil verður spennandi fyrir Huginn en við skulum bíða aðeins lengur með frekari umræður varðandi komandi átök, það eru einungis 2 dagar síðan strákarnir luku frábæru knattspyrnutímabili.
Fyrst skal fagnað.Til hamingju Hugins menn og konur!!!

Flokkar:Fréttir, Leikir

Huginn í 2.deild 2014!!

Árið 2004 sigraði Huginn 3.deild karla og fór upp í 2.deild ásamt Fjarðabyggð. Þar spilaði félagið tímabilin 2005 og 2006 en þá féll liðið aftur í 3.deild.
Árin 2007-2012 lék félagið í 3.deildinni en sumarið 2012 tryggði Huginn sér sæti í hinni nýju tíu liða 3.deild sem stofnuð var þegar deildum Íslandsmeistaramótsins var fjölgað í 5.

Fyrir tímabilið sem nú stendur yfir var ákveðið að taka þátt í Lengjubikar KSÍ í sameiningu við lið Einherja sem þá voru að undirbúa sig fyrir þátttöku í 4.deild.
Horfurnar á því að manna leikmannahópinn voru ekki sérlega góðar og til marks um það neyddist félagið til að draga sig úr þátttöku í bikarkeppni KSÍ.

Núna eru rúmir þrír mánuðir frá fyrsta leik Hugins í 3.deild og hefur félagið sigrað 12 af 14 leikjum sínum í deildinni.
Liðið situr í 2.sæti deildarinnar og hefur þegar tryggt sér sæti í 2.deild árið 2014, þremur stigum á eftir Fjarðabyggð sem situr í 1.sæti en hefur spilað tveimur leikjum meira en Huginn.

Huginn fær Víði í heimsókn næsta laugardag áður en liðið heimsækir Leikni þremur dögum síðar.
Laugardaginn 7.september er útleikur gegn Fjarðabyggð og lokaleikur liðsins er svo heima gegn Magna þann 14.september.

Flokkar:Fréttir, Leikir

1-2 tap og 4-2 sigur

Huginn fékk heimsókn frá nágrönnum sínum í Fjarðabyggð föstudaginn 9.ágúst. Nik Chamberlain var nýfarinn til náms í Bandaríkjunum og Stefan tók út bann í þessum leik.

Liðið leit svona út:

Atli
Ingimar – Kristján – Ívar – Gauti
Rúnar – Óttar
Marteinn – Einar – Marko
Friðjón
Á bekk voru Öystein, Darko, Raggi, Villi og Hörður.

Fjarðabyggð komust yfir með marki úr vítaspyrnu á 19.mínútu en á 41.mínútu jafnaði Friðjón metin, einnig úr vítaspyrnu.

Staðan var 1-1 í hálfleik.

Leikurinn var í járnum að mestu og staðan var jöfn allt þar til á lokamínútunum að Fjarðabyggð skora sigurmark á 90.mínútu og sigra leikinn 1-2.

Sunnudaginn 18.ágúst kom lið Augnabliks í heimsókn á Seyðisfjörð.

Lið Hugins:
Atli
Ingimar – Kristján – Stefan – Gauti
Rúnar – Darko – Óttar
Friðjón – Biggi – Marko
Á bekk voru Ívar, Öystein, Marteinn, Villi, Stefán, Hörður.

Biggi skoraði tvö mörk í fyrri hálfleiknum. Fyrst á 1.mínútu og svo á þeirri 32.
Staðan var 2-0 í hálfleik.

Augnablik jafnaði metin með tveimur mörk á tíu mínútna millibili, á 60. og 70.mínútu.

Á 83.mínútu var brotið á Óttari innan teigs og Friðjón skoraði úr vítaspyrnunni og staðan orðin 3-2.

Á 92.mínútu gulltryggði Marteinn 4-2 sigur.

Þegar 4 leikir eru eftir eru Fjarðabyggð og Huginn jöfn að stigum með 36 stig en ÍH eru 12 stigum á eftir í 3.sætinu.
Fjarðabyggð og Huginn eru því komin langt með að tryggja sæti í 2.deild að ári!

Næsti leikur Hugins er á Seyðisfirði þann 31.ágúst þegar Víðir kemur í heimsókn.

Flokkar:Fréttir, Leikir

6 stiga ferð suður

Kári   2 – 5   Huginn

Föstudagskvöldið 19.júlí mættust Kári og Huginn inni í Akraneshöllinni.

Marteinn og Vilhjálmur, leikmennirnir tveir sem fengu félagaskipti komu inn í leikmannahópinn og Villi tók stöðu vinstri bakvarðar.
Byrjunarlið Hugins:
Atli; Ingimar-Kristján-Stefan-Villi; Rúnar-Friðjón-Nik; Stefán-Birgir-Marko.
Raggi, Binni, Einar Óli, Hörður og Marteinn voru á bekknum.

Á 3.mínútu komust heimamenn í 1-0 og var þar að verki Felix Hjálmarsson sem kom til Kára í vikunni.
Stefan Spasic jafnaði metin á 20.mínútu og Marko skoraði svo á þeirri 32. og staðan orðin 1-2.
Staðan var 2-2 í hálfleik eftir að Kristinn Aron Káramaður jafnaði metin á 43.mínútu leiksins.

Á 57.mínútu skoraði Rúnar Freyr úr vítaspyrnu og staðan orðin 2-3. Aðeins fimm mínútum síðar var staðan orðin 2-4 þegar Biggi skoraði fyrsta mark sitt í sumar.

Á 77.mínútu skoraði Friðjón svo fimmta mark Hugins og þannig lauk leiknum með 2-5 sigri Hugins.

Skiptingar Hugins:

  • Marteinn inn fyrir Stefan (71.mín)
  • Hörður Bragi inn fyrir Bigga (86.mín)

Áminningar:

  • Stefan Spasic, Nik, Rúnar.

ÍH 2 – 3 Huginn

Seinni leikur Hugins í þessari suðurferð fór fram í Kaplakrika sunnudaginn 21.júlí.

Byrjunarlið Hugins:
Atli; Ingimar-Kristján-Stefan-Villi; Nik-Rúnar-Friðjón; Marko-Biggi-Marteinn.
Binni, Einar Óli, Hörður Bragi og Stefán voru á bekk.

Á 19.mínútu skoraði Marteinn fyrsta mark leiksins.

Á 35 mínútu fékk Marko boltann hægra megin og skoraði með föstu skoti niður í markhornði fjær.
Fimm mínútum síðar komst Marteinn inn í teig ÍH manna þar sem brotið var á honum og vítaspyrna dæmd. Friðjón tók vítið og skoraði örugglega með skoti í hægra horn marksins.

Staðan var 0-3 í hálfleik.

ÍH menn komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og það tók þá 17 mínútur að koma boltanum í netið þegar leikmaður þeirra slapp einn í gegn og náði að koma boltanum í netið.

Marko átti stuttu síðar þrumuskot utan af velli sem hafnaði ofan á slánni.

Á 70.mínútu var staðan orðin 2-3 þegar ÍH skoruðu eftir klafs í teignum. Tuttugu mínútur voru eftir, heimamenn sóttu stíft og þreytumerki komin fram hjá Huginsmönnum.

Leiknum lauk þrátt fyrir stífa pressu ÍH með sigri Hugins, 2-3.

Skiptingar Hugins:

  • Einar Óli inn fyrir Villa (50.mín)
  • Stefán inn fyrir Martein (84.mín)

Áminningar:

  • Ingimar & Stefan

Huginn hefur nú sigrað 11 leiki í röð og er enn á toppi deildarinnar. Fjarðabyggð eru sex stigum á eftir en eiga einn leik til góða.

Næsti leikur er einmitt gegn Fjarðabyggð og fer leikurinn fram föstudaginn 9.ágúst á Seyðisfjarðarvelli.

Flokkar:Fréttir, Leikir

Magni 1-2 Huginn og nýir leikmenn

Huginn mætti Magna á Grenivík síðastliðinn laugardag.

Atli Gunnar stóð í markinu með þá Ingimar, Kristján, Ívar og Hörð Braga fyrir framan sig.
Hörður Bragi tók stöðu vinstri bakvarðar í fjarveru Gauta sem er erlendis í nokkrar vikur.
Rúnar, Nik og Friðjón stóðu vaktina á miðjunni, Stefán á hægri kanti og Marko á þeim vinstri. Fremstur var Einar Óli.
Á bekknum voru Stefan, Darko, Gunni og Binni.

Image

Huginsmenn léku í varabúningum sínum á Grenivík. (mynd: Ingimar Jóhannsson)

Huginn komst yfir á 23.mínútu með marki frá Nik, en áður höfðu Stefán og Friðjón náð sér í áminningar.

Staðan var 0-1 í hálfleik og útlitið ágætt.

Í byrjun síðari hálfleiks, á 47.mínútu, fékk Ívar ódýrt gult spjald fyrir brot.
Á 51.mínútu var forystan orðin 2 mörk. Einar Óli skoraði þá sitt sjöunda mark það sem af er sumri, staðan 0-2.
Einungis 6 mínútum síðar minnkuðu heimamenn muninn þegar Hreggviður skoraði sitt fimmta mark í deildinni.
Staðan orðin 1-2 og spennandi leikur framundan.

Marko nældi sér skömmu síðar í áminningu og á 80.mínútu var Ívari vikið af velli þegar hann fékk aðra ódýra áminningu.

Lokatölur voru 1-2 og Huginsmenn náðu sér þarna í frábæran útisigur á Grenivík!

Eftir 10 leiki trónir Huginn enn á toppi 3.deildar með 27 stig, þrem stigum meira en Fjarðabyggð. Þar á eftir koma ÍH með 21 stig.
Í 4.sæti eru Víðir með 15 stig eftir 9 leiki.

Nú er félagaskiptaglugginn opinn og nú þegar hafa tveir leikmenn fengið félagaskipti til Hugins.
Marteinn Gauti Kárason kemur á láni frá Hetti en hann lék 14 leiki með liðinu í fyrra og skoraði 1 mark.
Marteinn er fljótur og knár kantmaður sem eykur breiddina í sóknarlínu liðsins enn frekar.

Þá hefur Vilhjálmur Rúnarsson fengið félagaskipti, einnig frá Hetti. Vilhjálmur er Reykvískur piltur sem kom til Hattar fyrir tímabilið en hefur fengið afar takmörkuð tækifæri.
Hann er örfættur og sterkur leikmaður sem getur leikið á vinstri kanti sem í vinstri bakvarðastöðunni. Það kemur sér vel, ekki síst í fjarveru Gauta Skúlasonar sem hefur hingað til spilað vinstri bakvörðinn en er staddur erlendis til nokkurra vikna.

Fróðlegt verður að sjá hvort fleiri leikmenn bætist í leikmannahóp Hugins fyrir lok gluggans en við bjóðum Martein og Villa velkomna til Hugins og óskum þeim vitanlega góðs gengis með liðinu.

Um helgina koma Huginsmenn í suðurferð þar sem leikið verður gegn Kára á Akranesi á föstudagskvöldið áður en Kaplakriki verður heimsóttur á sunnudaginn þar sem ÍH tekur á móti liðinu.

fös. 19.júlí kl.20:00 : Kári – Huginn : Norðurálsvöllurinn
sun. 21.júlí kl.14:00 : ÍH – Huginn : Kaplakrikavöllur

Við hvetjum að sjálfsögðu alla Seyðfirðinga og aðra stuðningsmenn Hugins til að fjölmenna á leikina og styðja þá til sigurs!

ÁFRAM HUGINN!

2-0 sigur á Grundfirðingum

Grundfirðingar heimsóttu Austurlandið um helgina. Á laugardaginn heimsóttu þeir Huginsmenn í slagviðrisleik.

Nokkra leikmenn vantaði í liðið. Nik tók út leikbann, Darko og Stefan voru frá vegna meiðsla auk þess sem Biggi var fjarri góðu gamni.

Byrjunarlið Hugins:
Atli;
Ingimar, Kristján, Ívar, Gauti;
Friðjón, Bragi, Rúnar
Stefán, Einar, Marko
Bekkur: Binni, Raggi, Gunni, Hörður.

Eftir að hafa fengið frábæra knattspyrnuviðureign viku áður var annað uppi á teningnum síðastliðinn laugardag. Veðrið og aðstæður voru ekki þær bestu til knattspyrnuiðkunar þó þær hafi ekki endilega verið þannig að leiknum þyrfti að fresta eða hann færður.

Á 29.mínútu fengu Grundfirðingar fyrstu áminninguna en spjöldin áttu sannarlega eftir að verða fleiri.
Þrem mínútum síðar komst Huginn yfir. Marko komst þá í gott færi og lét vaða, boltinn stefndi framhjá en Einar Óli tæklaði boltann inn. 1-0 fyrir Huginn.

Á 34.mínútu fékk leikmaður Grundfirðinga gult spjald og aðeins fjórum mínútum síðar sparkaði hann í Einar Óla á meðan boltinn var ekki í leik. Fyrir þetta fékk hann sitt annað gula spjald og var þar með vikið af velli en hefði hæglega getað fengið beint rautt fyrir að sparka í leikmann þegar boltinn er fjarri eða ekki í leik.
Tveir leikmenn gestanna nældu sér einnig í áminningar á þessari örlagaríku 38.mínútu og Grundfirðingar þar með komnir með 5 gul spjöld og 1 rautt á innan við 40.mínútum.

Staðan var 1-0 í hálfleik og þó gestirnir væru manni færri gat allt gerst.

Ívar og Marko nældu sér í áminningar á 52. og 55.mínútu en gestirnir gáfust ekki upp, spiluðu vel og börðust í síðari hálfleik.

Fyrsta skipting Hugins kom á 65.mínútu þegar Binni kom inná fyrir markaskorarann Einar Óla.
Á 79.mínútu kom svo Hörður Bragi inná fyrir Stefán.

Það var svo í uppbótartíma sem heimamenn gerðu útum leikinn og voru það varamennirnir að verki. Binni stakk boltanum inn fyrir á Hörð Braga sem skoraði á 91.mínútu og innsiglaði sigurinn með sín fyrsta marki fyrir Huginn.

Leiknum lauk semsagt með 2-0 sigri og þegar mótið er hálfnað situr Huginn á toppnum með 24 stig, þrem stigum meira en Fjarðabyggð.

Darko er enn markahæstur Huginsmanna með 7 mörk en Einar Óli og Marko hafa skorað 6. Þá er Friðjón með 5 mörk og Nik hefur skorað 4.

Staðan í deildinni:

1 Huginn 9 8 0 1 32  –    9 23 24
2 Fjarðabyggð 9 7 0 2 36  –    8 28 21
3 ÍH 8 6 0 2 19  –  20 -1 18
4 Leiknir F. 8 4 0 4 19  –  14 5 12
5 Víðir 8 4 0 4 18  –  19 -1 12
6 KFR 8 4 0 4 17  –  20 -3 12
7 Augnablik 8 3 0 5 18  –  19 -1 9
8 Grundarfjörður 10 2 0 8 12  –  22 -10 6
9 Magni 8 2 0 6   9  –  23 -14 6
10 Kári 8 2 0 6   6  –  32 -26 6
Flokkar:Fréttir, Leikir

Góður útisigur í Garði

Huginn lagði Víði í gærkvöldi á Garðsvelli. Darko og Einar Óli voru fjarverandi vegna meiðsla auk þess sem Bragi var fjarverandi. Biggi kom þó aftur inn í hóp, hann og Stefán komu inní byrjunarliðið fyrir Darko og Einar.

Atli var sem fyrr í markinu og Gauti og Ingimar bakverðir. Kristján og Stefan voru miðverðir og á miðjunni voru Rúnar, Nik og Friðjón. Marko og Stefán voru kantmenn og Biggi frammi.
Á bekknum voru Ívar, Binni, Gunni og Hörður Bragi.

Á 29.mínútu náðu Huginsmenn sókn sem endaði með því að Marko fékk boltann inni í teig Víðis og kláraði færi sitt vel.
Huginsmenn björguðu á línu auk þess sem markvörður Víðis, Rúnar bjargaði meistaralega einn gegn Bigga.

Rétt fyrir hálfleik fengu heimamenn víti. Gauti braut þá af sér en snertingin var ekki mikil. Atli gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnuna og Huginn fór í sókn sem endaði með hornspyrnu. Víðismenn skölluðu boltann útaf í annað horn sem Huginn tók stutt. Marko lét vaða á markið og skotið var of fast fyrir markvörð Víðis, staðan orðin 0-2 og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Síðari hálfleikur var 5 mínútna gamall þegar staðan var orðin 0-3. Huginn fékk horn sem Kristján fleytti áfram frá nærstöng. Boltinn hafði viðkomu í varnarmanni Víðis áður en hann fór í markið.
Á 54.mínútu kom Ívar inná í vörnina í stað Stefans.

Á 74.mínútu kom Hörður Bragi inná fyrir Marko.

Þá var mark dæmt af heimamönnum vegna rangstöðu.

Á 87.mínútu minnkuðu heimamenn loks muninn þegar Ívar braut á Ólafi Ívari innan teig sem tók vítið sjálfur og skoraði með skoti beint á markið.
Þá kom Gunnar Már inná fyrir Bigga undir lok leiksins.

Leiknum lauk með 3-1 sigri Hugins á sterkum útivelli og eftir hann sitja Huginsstrákarnir einir í fyrsta sæti 3.deildarinnar með 21 stig. Fjarðabyggð eru með 18 stig í 2.sæti og ÍH með 15 í því þriðja. Leiknir og Víðir koma þar á eftir með 12 stig hvort í fjórða og fimmta sæti.
Næsti leikur Hugins er heimaleikur gegn Grundarfirði laugardaginn 6.júlí kl.14:00.
Flokkar:Fréttir, Leikir

Huginn 3-1 Leiknir F

Huginn og Leiknir F. mættust á Seyðisfjarðarvelli laugardaginn 29.júní.

Liðin hafa bæði byrjað tímabilið nokkuð vel en Leiknir vann fjóra fyrstu leiki sína en höfðu tapað tveimur í röð þegar þeir heimsóttu Seyðisfjörð. Huginn byrjaði deildina á tapi en unnu svo fimm leiki í röð.

Atli Gunnar stóð milli stanganna, Gauti og Ingimar voru í stöðum bakvarða en Kristján og Stefan miðverðir. Á miðju voru Rúnar, Nik og Darko og Einar Óli, Friðjón og Marko voru fremstir.
Á bekknum voru Ívar, Bragi, Gunnar, Stefán, Raggi, Binni og Hörður Bragi.

Eins og ávallt þegar þessi lið mætast er eftirvæntingin mikil enda vill hvorugt liðið tapa fyrir hinu. Enn meira var undir í þessum leik enda um stór afmælishelgi að ræða, íþróttafélagið Huginn að fagna 100 ára afmæli sínu. Í tilefni af því voru margir gestir í bænum yfir helgina og því var við því að búast að áhorfendur yrðu með fleira móti en enginn átti þó von á því að 450 manns myndu koma á völlinn en sú tala mun vera aðsóknarmet á Seyðisfjarðarvelli, eftir því sem næst verður komist.

Huginn byrjaði leikinn af krafti og höfðu frumkvæðið í fyrri hálfleik. Það var ljóst að leikmenn liðsins ætluðu að tryggja sigur á stórafmælinu. Liðið spilaði frábæran fótbolta frá byrjun og náðu forystunni á 5.mínútu eftir glæsilega sókn. Boltinn barst frá vinstri helmingi vallarins inn á miðjuna og yfir á hægri kantinn þar sem Einar Óli fékk boltann, lagði hann fyrir sig og setti hann örugglega í markið út við stöngina fjær.

Huginn var með undirtökin í byrjun leiks, sóttu stíft og fengu nokkrar hornspyrnur. Úr einni þeirra komust Leiknismenn í skyndisókn en Nik stöðvaði hana í fæðingu og uppskar gult spjald.

Darko náði sér í gult spjald fyrir brot á 36.mínútu en meiddist skömmu síðar og þurfti skiptingu. Bragi kom inn á í hans stað.

Á 41.mínútu jók Huginn forystuna þegar fyrirgjöf frá hægri barst til Einars Óla á fjærstöng sem kom boltanum í netið áður en hann skall á stönginni.

Staðan var 2-0 eftir flottan fyrri hálfleik þar sem Huginsmenn höfðu yfirhöndina og sýndu á köflum frábært spil.

Seinni hálfleikurinn var ekki síðri en sá fyrri, spilað var á háu tempói og bæði lið sóttu af krafti. Baráttan sem bæði lið sýndu var til marks um mikilvægi sigurs í þessum leik.

Á 63.mínútu fékk Ingimar gult spjald fyrir brot en skömmu síðar kom Ívar inná í vörnina fyrir Stefan.

Leikurinn var í járnum þar sem Leiknir reyndu að minnka muninn en Huginsmenn urðu varkárari í aðgerðum sínum. Þá harðnaði baráttan enn frekar.

Á 81.mínútu komst Almar Daði í dauðafæri eftir að hafa komist framhjá Ívari og hann skoraði framhjá Atla í markinu. Staðan orðin 2-1 og hörkuspenna framundan.

Leiknismenn héldu skömmu síðar að þeir væru búnir að jafna en sóknarmaður þeirra hafði komið við boltann með höndinni og dómarinn dæmdi því aukaspyrnu.

Á 88.mínútu átti Bragi gullfallega sendingu innfyrir vörn Leiknis þar sem Friðjón komst einn gegn markverði þeirra, lék á hann og lagði boltann í tómt netið. Staðan orðin 3-1 og úrslitin því sem næst ráðin.

Einni mínútu síðar fékk varnarmaður Leiknis að líta reisupassann fyrir ljótt brot áður en annar varnarmaður þeirra fékk gult fyrir groddaralegt brot og svekkelsi gestanna leyndi sér ekki.

Heimamenn fögnuðu aftur á móti verðskulduðum sigri í gríðarlega fjörugum og skemmtilegum nágrannaslag. Ekki leiðinlegt að sigra sterka nágranna okkar á sjálfri 100 ára afmælishelginni.

Eftir helgina situr Huginn í 2.sæti deildarinnar með 18 stig eins og Fjarðabyggð sem hafa þó leikið einum leik meira. Í 3.sæti sitja ÍH með 15 stig, Leiknir í því fjórða með 12 stig og Víðismenn í því fimmta, einnig með 12 stig en eiga leik til góða.

Flokkar:Fréttir, Leikir

4-0 sigur á KFR

Huginn tók á móti Rangæingum síðastliðinn laugardag. Fyrir leikinn var Huginn í öðru sæti en KFR í því sjötta. Rétt um tveimur vikum áður höfðu þessi lið mæst á SS-velli þeirra Rangæinga þar sem Marko Nikolic tryggði Huginn hádramatískan sigur með óverjandi skoti úr aukaspyrnu í uppbótartíma.

Atli Gunnar stóð í rammanum að venju, Gauti Skúla og Ingimar voru bakverðir en Kristján Smári og Stefan miðverðir. Á miðjunni voru Darko, Nik og Rúnar. Marko og Einar Óli voru á köntunum og Friðjón tók framherjastöðuna í fjarveru Birgis.
Á bekknum voru Ívar Hafliða, Gunnar Már, Hörður Bragi, Bragi Emils og Stefán Jóhanns allir tilbúnir að leggja sitt af mörkum.

Einar Óli skoraði fyrsta mark leiksins á 21.mínútu þegar hann setti knöttinn snyrtilega uppí markhornið.
Á 27.mínútu bætti Darko öðru marki Hugins við þegar hann skoraði með skoti utan teigs. Stefan þurfti að fara útaf vegna meiðsla á 31.mínútu leiksins og Ívar Hafliða tók stöðu hans í vörninni. Á 39.mínútu skoraði Marko svo úr aukaspyrnu sem var óverjandi fyrir markvörð KFR.

Í hálfleik var staðan 3-0. Darko var skipt útaf í hálfleik og í hans stað kom Bragi Emilsson.

Nik skoraði fjórða og síðasta mark leiksins á 61.mínútu áður en honum var skipt útaf á 73.mínútu fyrir Stefán Jóhannsson.

Leiknum lauk því með 4-0 sigri Hugins og liðið er á fínni siglingu eins og er. Liðið er í 2.sæti deildarinnar með 15 stig, jafn mörg og Fjarðabyggð sem eru efstir á markatölu. Leiknir, Víðir og ÍH koma næst með 12 stig hvert.

Næsti leikur er heimaleikur gegn grönnunum frá Fáskrúðsfirði, Leikni laugardaginn 28.júní.

Flokkar:Fréttir, Leikir

4-1 sigur á Kára

Huginn tók á móti Skagamönnunum í Kára laugardaginn 16. Júní. Áhorfendur voru aðeins 60 að þessu sinni í góðu veðri. Þetta var fyrsti leikurinn í sumar á vellinum, en eins og flestir vita kom hann afar illa undan vetri, var svartur og ljótur af kali fyrir örfáum vikum síðan.

Byrjunarlið Hugins leit svona út:
Atli stóð í markinu.
Gauti, Ingimar, Kristján og Stefan voru í vörninni.
Rúnar, Darko og Nik voru á miðjunni og frammi voru Marko, Friðjón og Einar Óli.
Gunnar, Stefán, Bragi og Hörður Bragi voru á bekknum.

Darko skoraði fyrsta markið strax á 4.mínútu leiksins og Nik bætti öðru markinu við eftir laglegan samleik.

En nokkru fyrir leikhlé kom upp umdeilt og óvenjulegt atvik á Seyðisfjarðarvelli.  Einar Óli komst í gott færi og náði að snúa á varnarmann Kára og skoraði með föstu skoti í stöngina inn. Vel gert og þennan bolta átti annars góður markvörður Kára ekki séns í.   Áhorfendur fögnuðu og dómarinn flautaði mark. En aðstoðardómarinn var ekki sammála.  Eftir að hann og dómarinn höfðu ráðið ráðum sínum var markið dæmt af og dómarakast framkvæmt.

Staðan var 2-0 í hálfleik og segja má að Huginn hafi skort meiri ákefð og hörku til að skora enn fleiri mörk.

Huginn bætti við tveimur mörkum í seinni hálfleik. Rúnar skoraði 3.markið eftir hornspyrnu og Friðjón skoraði það fjórða eftir að markvörður Kára varði skot sem hann hélt ekki.

Huginn fékk mörg færi til að bæta við mörkum  og spilaði lengst af ágætlega en meiri bitkraft vantaði. Einnig var Huginn óheppinn og til dæmis um það átti Huginn tvö stangarskot í einni sókninni í seinni hálfleik.

Undir lok leiksins komst Kári inn í teig en slöpp sending frá þeim barst í hönd Markó. Hendi í bolta var það að flestra mati en ófarsæll dómari leiksins dæmdi víti og skoraði Kári úr því. Sigur Hugins því 4-1, sem voru þó ekki sanngjörn úrslit.

Eftir þennan leik er Huginn í 1.- 4.sæti í jafnri deild, þar sem margir þýðingarmiklir leikir eru eftir.

FÉLAG L U J T MÖRK NET STIG
1 Fjarðabyggð 5 4 0 1 25  –    3 22 12
2 Huginn 5 4 0 1 20  –    7 13 12
3 Leiknir F. 5 4 0 1 17  –    6 11 12
4 Víðir 5 4 0 1 13  –    8 5 12
5 ÍH 5 3 0 2   9  –  20 -11 9
6 KFR 4 2 0 2   8  –    7 1 6
7 Augnablik 5 2 0 3   8  –    9 -1 6
8 Grundarfjörður 5 1 0 4   7  –  10 -3 3
9 Magni 5 1 0 4   3  –  12 -9 3
10 Kári 6 0 0 6   3  –  31 -28 0
Flokkar:Fréttir, Leikir