Hin hliðin – Birgir Hákon Jóhannsson
Biggi skoraði þrennu í síðasta leik gegn Skínanda og fékk að launum þann heiður að vera fyrsti leikmaður Hugins til að sýna Huginsmönnum og konum á sér hina hliðina.
Fullt nafn: Birgir Hákon Jóhannsson
Gælunafn sem þú þolir ekki: Ætli það sé ekki það sem Natan nokkur Arnarsson gaf mér: “Biggi háa kona”
Aldur: 24
Giftur / sambúð: Aleinn
Börn: Nii
Kvöldmatur í gær: Svínakjöt, lambakjöt, súkkulaðiterta og fleira með því – fullkomin máltíð daginn fyrir leik
Uppáhalds matsölustaður: Allir staðir þar sem hægt er að fá góða steik
Hvernig bíl áttu: Golf fólksvagn
Besti sjónvarpsþáttur: Ætli það sé ekki bara Modern Family í augnablikinu
Uppáhalds hljómsveit: Edward Sharpe & the magnetic zeros
Uppáhalds skemmtistaður: Lokahóf Hugins
Frægasti vinur þinn á Facebook: Sölvi Geir Ottesen
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “Hver er sæti sykurpúðinn minn?” frá Atla Gunnari Guðmundssyni
Hefurðu tekið dýfu innan teigs: Já en aldrei án snertingar 🙂
Hvaða mark sem þú hefur skorað er í uppáhaldi, hvers vegna? Aukaspyrna á móti Leikni 2011, því Binni leyfir mér ekki að taka aukaspyrnur þrátt fyrir að ég sé eini maðurinn sem hefur skorað úr aukaspyrnu fyrir Huginn trúlega í meira en 2 ár 🙂
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Leikni Fáskrúðsfirði
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Natan “arnarspark” Arnarsson
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Verður maður ekki bara að segja allt Leiknis liðið í heild sinni 🙂
Sætasti sigurinn: Allir sigurleikir gegn Leikni
Áttu þér einhverja hjátrú varðandi knattspyrnuiðkun?: Neibbs
Mestu vonbrigðin: Fara ekki upp í 2. deild með Huginn 2008
Uppáhalds lið í enska: Arsenal
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Böðvar Pétursson
Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Rífa Laugardalsvöllinn og byggja stúku sem næði allan hringinn.
Fyrsta verk ef þú værir formaður Hugins: Rífa upp völlinn og búa til nýjan og góðan völl sem drenar almennilega
Fallegasti knattspyrnumaðurinn í deildinni: Gauti Skúlason
Fallegasta knattspyrnukonan: Gauti Skúlason
Besti íþróttalýsandinn: Gummi Ben
Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Benni Jóns þegar hann hefur sig til
Uppáhalds staður á Íslandi: Djúpivogur
Uppáhalds staður á Seyðisfirði: Golfvöllurinn
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þegar ég var að spila einn af mínum fyrstu leikjum með Neista á móti Leikni á fásk þá hljóp ég meðfram markverði Leiknis þegar hann ætlaði að taka útspark og trufla hann aðeins. Þetta fór eitthvað í taugarnar á honum svo hann tók sig til og lamdi mig niður, dómari rak hann og útaf og dæmdi vítaspyrnu.
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Þegar ég var 15 ára, 2002
Besta við að æfa fótbolta: Vinna
Hvenær vaknarðu á daginn: Nokkrum mínútum áður en ég á að mæta í vinnu
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Golf, NFL og svo flestum íþróttum svona semi
Hvenær borgaðir þú þig síðast inn á knattspyrnuleik: Höttur-Haukar
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: 3000 króna Nike Tiempo en á von á Adidas AdiPure bráðlega
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Stærðfræði
Vandræðalegasta augnablik: Man nú ekki eftir neinu svakalegu í augnablikinu en það var ágætlega vandræðalegt þegar ég bað um tvö vötn í bíói fyrir stuttu
Viltu deila með okkur einhverju leyndarmáli? : Binni Skúla er jafn góður á tölvu og Harry Redknapp
Hehe
Þar áður skoraði ég mark úr aukaspyrnu á móti Einherja árið 2009. Þannig skv. tölfræðinni þá mun næsta mark úr aukaspyrnu sem Huginn skorar verða á næsta ári 🙂
Ég er ánægður og móðgaður á sama tíma, mögnuð tilfinging…
tilfinning átti það víst að vera…