Heim > Leikir > Huginn – Augnablik

Huginn – Augnablik

Í þriðja heimaleiknum í röð tók Huginn á móti Augnabliki úr Kópavogeeee. Þeir grænu höfðu spilað við Einherja daginn áður og þurftu að lúta í gras á frímerkinu; 3-1.

Jörgen var kominn aftur í liðið eftir meiðsli og tók stöðu hægri bakvarðar. Kristján kom einnig inn í liðið og tók stöðu miðvarðar. Nik færði sig á miðjuna og tók þar stöðu Rúnars, sem tók út leikbann.
Liðið leit svona út:

Atli

Jörgen   Kristján    Ívar   Gauti

Friðjón      Nik     Brynjar Á

Ingó    Biggi   Marko

Bekkur: Geisli, Marteinn, Stefán, Binni S, Benni.

Huginn byrjaði leikinn af krafti og pressuðu gestina stíft þegar þeir voru með boltann. Liðin þreifuðu mikið fyrir sér í fyrri hálfleik og varnir liðanna gáfu ekki mikil færi á sér.

Marko taldi sig hafa skorað þegar boltinn barst til hans í markteig, en flagg aðstoðardómarans var uppi og markið fékk því ekki að standa. Þá skallaði Biggi fyrirsendingu Marko rétt yfir.
Hættulegasta færi Augnabliks var aukaspyrna sem Atli varði vel í horn.

Það var þó ekki markalaust í hálfleik. Eftir nokkuð stífa sókn fékk Brynjar Árna boltann rétt utan teigs. Hann sendi boltann inn fyrir á Friðjón sem stóð einn og óvaldaður og setti boltann í netið.

Staðan því orðin 1-0 þegar dómarinn flautaði til hálfleiks. Sólin lét vel að vallargestum, í raun svo vel að nokkrir þeirra slógu upp í lautarferð í brekkunni aftan við vallarstúkuna. Þar lét Þorvaldur fyrrum bæjarstóri sig ekki vanta og spókaði sig ánægður.

Fljótlega í síðari hálfleik var forysta Hugins orðin tvö mörk. Annað markið var keimlíkt því fyrsta, en Brynjar setti boltann þá snyrtilega yfir vörn Augnabliks og Friðjón kláraði færði lystilega vel. 2-0!

Marko bætti svo við þriðja marki Hugins beint úr aukaspyrnu, glæsileg spyrna hjá Marko sem var líflegur í dag, bæði á kantinum sem og í bakvarðarstöðunni sem hann tók þegar Marteinn kom inná fyrir Jörgen.

Fjórða mark Hugins var af dýrari gerðinni. Áhorfendur voru farnir að kalla eftir fleiri mörkum þegar Gauti Skúlason, vinstri bak-(og bað)vörður Hugins fékk boltann. Á þessum tímapunkti hafði markvörður Augnabliks varið frábæra aukaspyrnu Nik og áhorfendur voru orðnir nokkuð örvæntingarfullir eftir hinu afar mikilvæga „fjórða“ marki eins og frægt er. Við getum auðvitað einungis velt því fyrir okkur hvað hefur farið fram í huga Gauta á þeirri stundu sem hann rakti boltann frá miðlínu áleiðis í átt að marki andstæðingsins. Hvort hróp og köll stuðningsmanna hans hafi ómað í huga hans, skal ósagt látið. Það sem við vitum er það að Gauti skaut að marki. Langt utan af velli, langt utan af kanti. Og Gauti skaut hátt. En inn fór boltinn. 4-0 og Gauti var hógværðin uppmáluð í fagnaðarlátunum.

Fimmta markið kom svo í lok leiksins. Boltinn barst þá eftir hornspyrnu til Bigga á fjærstöng sem skoraði af öryggi.

Huginn hefur byrjað sumarið vel, og eftir 3 sigra á heimavelli í röð er Huginn með 10 stig á toppi síns riðils í deildinni. En, þetta er einmitt bara byrjun (4 leikir búnir, 10 eftir) og það er sko nóg eftir. Stuðningsmenn eru hvattir til að halda áfram að mæta á leiki liðsins og styðja vel við bakið á liðinu sínu.

Fjórði heimaleikurinn í röð hjá liðinu er þann 16.júní gegn Álftanesi áður en liðið spilar tvær helgar í röð á höfuðborgarsvæðinu. Svona lítur leikjaprogrammið út hjá liðinu á næstunni:

 • 16.júní: Huginn – Álftanes á Seyðisfjarðarvelli (14.00)
 • 23.júní: KH – Huginn á Hlíðarenda (14.00)
 • 30.júní: Björninn – Huginn á Fjölnisvelli (gervigrasi) (14.00)
Flokkar:Leikir
 1. 3.6.2012 kl. 22:31

  Flott umfjöllun um leikinn. Svarið við þeirri spuringu um hvað hafi fengið mig til að „skjóta“ er mjög einfalt og er svohljóðandi: Jóhann Stefánsson stóð þarna á hliðarlínunni og sagði: „Skjótu drengur skjótu“ þar sem Jóhann er víst yfirmaður minn þá þýddi nú lítið annað en að hlýða manninum og gjöra svo vel að setjann upp í Samúel.

 2. Jón Halldór
  6.6.2012 kl. 13:58

  Frábært að fá svona umsögn um leikinn. Sérstaklega þegar maður missir af heimaleik.

 1. No trackbacks yet.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: