Leikir við Einherja og Augnablik.
Föstudaginn 13.júlí fór fram leikur Einherja og Hugins á Vopnafirði. Leiknum lauk með 3-1 sigri heimamanna þar sem Friðjón skoraði mark Hugins.
Laugardaginn 21.júlí lék Huginn svo við Augnablik í Kópavogi. Fyrir þann leik voru nokkur skörð höggvin í lið okkar. Nik meiddist í leiknum við Einherja og verður frá í nokkrar vikur. Þá hafa fleiri menn glímt við meiðsl og veikindi undanfarið. Að síðustu ákváðu nágrannar okkar í Hetti að kalla Brynjar Árnason til baka úr láni. Skiljanleg ákvörðun þar sem Brynjar hefur spilað vel á miðjunni í sumar en leikbanna- og meiðsla vandræði eru kveikjan að ákvörðun Hattar.
Leiknum gegn Augnabliki lauk með 3-0 tapi.
Næsti leikur er þann 28.júlí. Þá koma KH menn í heimsókn á Seyðisfjörð. Huginn situr þrátt fyrir þessi tvö töp, enn á toppi D-riðils, og eru allir Huginsmenn sem og konur hvött til að flykkjast á völlinn um næstu helgi!
Áfram Huginn!