Leikmannafréttir
Nokkrar breytingar hafa orðið á leikmannahóp Hugins í félagaskiptaglugganum sem nú er að loka.
Höttur kallaði Brynjar Árnason til baka úr láni og slíkt hið sama gerði Þór þegar þeir kölluðu Ingólf Árnason til baka. Báðir höfðu þeir staðið sig vel með liðinu í sumar og er þakkað fyrir sín framlög.
Þá er Geisli Hreinsson hættur en í hans stað kemur Sindri Þorkelsson og veitir Atla samkeppni um stöðu markvarðar. Þeim Geisla, Brynjari og Ingó óskum við góðs gengis í sínum verkefnum.
Þrír leikmenn hafa svo skipt í Hugin á síðustu dögum.
Frá Hetti koma Ingimar Jóhannsson og Steinar Aron Magnússon. Ingimar er snöggur bakvörður sem getur leyst stöðu kantmanns en Steinar er sóknarmaður sem getur leyst stöðu kantmanns sömuleiðis. Þá hefur sóknarmaðurinn Einar Óli Þorvarðarson fengið félagaskipti en hann kemur frá KH. Einar skoraði einmitt tvö þriggja marka KH í 1-3 sigri þeirra hér á Seyðisfirði síðasta laugardag, auk þess sem hann skoraði 1 marka KH í 2-4 sigri Hugins á Hlíðarenda fyrr í sumar.
Allir þessir leikmenn hafa fengið leikheimild og geta því spilað með liðinu gegn Leikni á miðvikudagskvöld.