Heim > Fréttir, Leikir > Huginn 2-2 Leiknir F

Huginn 2-2 Leiknir F

Huginn mætti Leiknir F á miðvikudagskvöldið 1.ágúst. Þetta var síðasti heimaleikur Hugins í riðlakeppninni en liðið á nú eftir tvo útileiki á höfuðborgarsvæðinu helgina 17.-19.ágúst. Bæði lið höfðu styrkt sig í glugganum, Leiknir fengu fjóra leikmenn á lokadegi gluggans og Huginn fengu þrjá. Þrír nýir menn voru í byrjunarliði Leiknis og tveir í liði Hugins, þeir Steinar Aron og Einar Óli.

Byrjunarlið Hugins leit svona út:

Atli
Jörgen – Kristján – Matt – Gauti
Friðjón – Rúnar – Einar
Steinar – Birgir – Marko
Bekkur: Ívar, Nik, Maggi, Ingvi, Stefán.

Leikurinn byrjaði illa hjá Huginsmönnum en Leiknir komust yfir strax á 5.mínútu. Þá klikkaði vörnin og nýr sóknarmaður Leiknis komst í gott færi sem hann nýtti sér. Á 23.mínútu jöfnuðu heimamenn. Þá skoraði Einar Óli í sínum fyrsta leik með nýju liði. Einar Óli skoraði tvö mörk á Seyðisfjarðarvelli örfáum dögum áður, þá með liði KH í 1-3 útisigri þeirra.
Staðan var 1-1 í hálfleik. Á 11.mínútu síðari hálfleiks skoraði nýr sóknarmaður Leiknis á ný og kom þeim yfir, 1-2.
Leikurinn var sannkallaður háspennuleikur og tók á taugarnar, enda mikilvæg stig í boði. Það var í uppbótartíma sem Huginn fékk aukaspyrnu hægra megin á vellinum. Marko sendi boltann á Ingva Þór sem kominn var í stöðu hægri bakvarðar. Ingvi hljóp með boltann áður en hann sendi hann fyrir þar sem Rúnar kom boltanum í netið. Ákaflega mikilvægt jöfnunarmark. Birgir fékk síðar færi til að stela sigrinum en skoti hans var bægt frá á ögurstundu.
Atli Gunnar átti flottan leik í markinu, en hann varði nokkrum sinnum „einn-á-einn“ gegn sóknarmanni.

Leiknum lauk því með jafntefli, 2-2. Nú eru fjögur lið að keppast um efstu 2 og 3 sæti riðilsins. Huginn er á toppi riðilsins með 23 stig. Augnablik eru í 2.sæti með 22 stig en eiga einn leik til góða á Hugin. Í þriðja sæti eru Einherji og því fjórða Leiknir F, bæði lið með 20 stig og einnig leik til góða á Hugin.

Flokkar:Fréttir, Leikir
  1. 9.8.2012 kl. 14:00

    Já, þetta var svo sannarlega spennandi leikur. Liðin skiptust á að hafa frumkvæðið í leiknum og vörnin hjá okkur virkaði stundum óörugg. En segja má að frammistaða Atla í markinu hafi átt stóran þátt í að Huginn fékk eitt stig í dag. Það má líka hæla þjálfaranum fyrir innáskiptingarnar og greinilegt að innákoma Nik og fleiri í seinni hálfleik hleypti auknum krafti í leik Hugins. Það var líka forvitnilegt að fylgjast með leik Einars Óla í Huginsbúningi, en eins og margir vita er faðir Einars Seyðfirðingur og á hér mikla og öfluga ætt. Að lokum vil ég hæla Rúnari fyrir fínan leik. Hann vann marga bolta á miðjunni og virkaði öflugri en í síðustu leikjum.

  1. No trackbacks yet.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: