Heim > Fréttir, Leikir > Við upphaf Íslandsmóts 2013

Við upphaf Íslandsmóts 2013

Huginn Seyðisfirði spilar í 3.deild karla sumarið 2013.
Í deildinni eru samtals 10 lið. Augnablik (Kópavogi) og ÍH (Hafnarfirði) eru fulltrúar höfuðborgarsvæðisins í deildinni. Víðir (Garði), Kári (Akranesi) og Grundarfjörður eru hin liðin á suðvesturhorninu. Þá eru Magni (Grenivík) og KFR (Hvolsvelli) þátttakendur í deildinni ásamt Fjarðabyggð, Leikni F. og Huginn sem eru fulltrúar austurlands.

Nik Chamberlain reyndist okkur mikilvægur síðasta sumar og hann ákvað nýlega að taka slaginn á Seyðisfirði í sumar. Við fögnum því vitanlega og hann verður án vafa mikilvægur okkar liði.
Þá kemur Rúnar Freyr aftur á láni frá Þór en hann spilar einnig stórt hlutverk í liðinu.
Fleiri frétta af leikmannamálum er að vænta.

Fyrsti leikur Hugins í deildinni er útileikur gegn Grundarfirði laugardaginn 18.maí kl.17:00.

Grundfirðingar enduðu í 3.sæti síns riðils í „gömlu“ 3.deildinni í fyrra á eftir Víði og Kára. Þeir tryggðu sér sæti í þessari nýju 3.deild með sigri á Létti í aukakeppni þar sem þau fjögur lið sem enduðu í 3.sæti síns riðils í deildarkeppninni öttu kappi um tvö laus sæti í hinni nýju deild.
Í C-deild Lengjubikarsins sigruðu Grundfirðingar 2 af 5 leikjum sínum, þeir sigruðu Létti og Ými en töpuðu gegn Skallagrím, KFG og KH. Í fyrstu umferð Borgunarbikars karla mættu Grundfirðingar liði Kónganna og sigruðu þar 1-4 þar sem Ingólfur Örn Kristjánsson skoraði þrennu, en hann skoraði 17 mörk í 12 leikjum fyrir Grundarfjörð í fyrrasumar. Þar af skoraði hann 12 mörk í 2 stórsigrum (13-0 og 19-0) gegn liði Snæfells.

Við hvetjum alla sem geta til að mæta á Grundarfjörð þann 18.maí og hvetja okkar menn til dáða í fyrsta leik sumarsins!

Næstu leikir eru svo heimaleikur gegn ÍH sunnudaginn 2.júní og svo útileikur gegn Augnabliki föstudaginn 7.júní.

Flokkar:Fréttir, Leikir
  1. Engar athugasemdir ennþá.
  1. No trackbacks yet.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: