5 leikmenn fá félagaskipti í Hugin
Fimm leikmenn fengu í dag skipti í Hugin. Þar af eru þrír Serbar en tveir koma frá Hetti.
Marko Nikolic þekkja margir stuðningsmenn Hugins en hann skoraði 7 mörk í 15 leikjum með liðinu síðasta sumar. Marko er sóknarmaður en hann spilaði í fyrra á vinstri kanti.
Þá koma þeir Darko Vidanovic (f.1988) og Stefan Spasic (f.1992) einnig frá Serbíu. Darko er miðjumaður og Stefan er miðvörður sem getur spilað djúpt á miðju.
Frá Hetti koma þeir Bragi Emilsson (f.1992) og Hörður Bragi Helgason (f.1993). Bragi spilar framarlega, á miðju eða kanti en Hörður spilar bakvörð eða á miðju.
Flokkar:Leikir, Leikmannafréttir
Athugasemdir (0)
Trackbacks (0)
Færðu inn athugasemd
Bakvísun