Leikmannahópurinn klár!
Við sögðum frá því í gær að 3 Serbar og 2 Hattarmenn væru komnir til Hugins.
Englendingurinn Jake Roberts er tvítugur hægri bakvörður sem hefur einnig fengið félagaskipti til Hugins.
Þar með er leikmannahópurinn klár fyrir sumarið en félagaskiptaglugganum hefur verið lokað.
Fyrsti leikur Hugins er á Grundarfirði á laugardaginn og hvetjum við Huginsmenn á svæðinu að sjálfsögðu til að kíkja á leikinn!
Leikmannahópinn má sjá hér að ofan.
Flokkar:Fréttir, Leikir, Leikmannafréttir
Þessi leikmannahópur lítur bara vel út og er kannski sterkasti hópurinn sem við höfum haft lengi.