Heim > Fréttir, Leikir > 4-1 sigur á Kára

4-1 sigur á Kára

Huginn tók á móti Skagamönnunum í Kára laugardaginn 16. Júní. Áhorfendur voru aðeins 60 að þessu sinni í góðu veðri. Þetta var fyrsti leikurinn í sumar á vellinum, en eins og flestir vita kom hann afar illa undan vetri, var svartur og ljótur af kali fyrir örfáum vikum síðan.

Byrjunarlið Hugins leit svona út:
Atli stóð í markinu.
Gauti, Ingimar, Kristján og Stefan voru í vörninni.
Rúnar, Darko og Nik voru á miðjunni og frammi voru Marko, Friðjón og Einar Óli.
Gunnar, Stefán, Bragi og Hörður Bragi voru á bekknum.

Darko skoraði fyrsta markið strax á 4.mínútu leiksins og Nik bætti öðru markinu við eftir laglegan samleik.

En nokkru fyrir leikhlé kom upp umdeilt og óvenjulegt atvik á Seyðisfjarðarvelli.  Einar Óli komst í gott færi og náði að snúa á varnarmann Kára og skoraði með föstu skoti í stöngina inn. Vel gert og þennan bolta átti annars góður markvörður Kára ekki séns í.   Áhorfendur fögnuðu og dómarinn flautaði mark. En aðstoðardómarinn var ekki sammála.  Eftir að hann og dómarinn höfðu ráðið ráðum sínum var markið dæmt af og dómarakast framkvæmt.

Staðan var 2-0 í hálfleik og segja má að Huginn hafi skort meiri ákefð og hörku til að skora enn fleiri mörk.

Huginn bætti við tveimur mörkum í seinni hálfleik. Rúnar skoraði 3.markið eftir hornspyrnu og Friðjón skoraði það fjórða eftir að markvörður Kára varði skot sem hann hélt ekki.

Huginn fékk mörg færi til að bæta við mörkum  og spilaði lengst af ágætlega en meiri bitkraft vantaði. Einnig var Huginn óheppinn og til dæmis um það átti Huginn tvö stangarskot í einni sókninni í seinni hálfleik.

Undir lok leiksins komst Kári inn í teig en slöpp sending frá þeim barst í hönd Markó. Hendi í bolta var það að flestra mati en ófarsæll dómari leiksins dæmdi víti og skoraði Kári úr því. Sigur Hugins því 4-1, sem voru þó ekki sanngjörn úrslit.

Eftir þennan leik er Huginn í 1.- 4.sæti í jafnri deild, þar sem margir þýðingarmiklir leikir eru eftir.

FÉLAG L U J T MÖRK NET STIG
1 Fjarðabyggð 5 4 0 1 25  –    3 22 12
2 Huginn 5 4 0 1 20  –    7 13 12
3 Leiknir F. 5 4 0 1 17  –    6 11 12
4 Víðir 5 4 0 1 13  –    8 5 12
5 ÍH 5 3 0 2   9  –  20 -11 9
6 KFR 4 2 0 2   8  –    7 1 6
7 Augnablik 5 2 0 3   8  –    9 -1 6
8 Grundarfjörður 5 1 0 4   7  –  10 -3 3
9 Magni 5 1 0 4   3  –  12 -9 3
10 Kári 6 0 0 6   3  –  31 -28 0
Flokkar:Fréttir, Leikir
  1. Jón Halldór
    18.6.2013 kl. 14:03

    Fínn pistill. Gaman að fá umfjöllun um leikina. Hvet fólk til að tjá sig og bæta við frekari upplýsingum eða skoðunum í athugasemdum.

  2. Jón Halldór
    18.6.2013 kl. 14:08

    Ég vil hæla stelpunum sem sjá um að alltaf er hægt að fá gott kaffi og meððí á vellinum og eins strákunum sem grilla bestu pylsur austan Spákonfells. Þetta er hluti af skemmtilegri umgjörð á lei
    kjunum hjá Huginn!

  1. No trackbacks yet.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: