Heim > Fréttir, Leikir > 4-0 sigur á KFR

4-0 sigur á KFR

Huginn tók á móti Rangæingum síðastliðinn laugardag. Fyrir leikinn var Huginn í öðru sæti en KFR í því sjötta. Rétt um tveimur vikum áður höfðu þessi lið mæst á SS-velli þeirra Rangæinga þar sem Marko Nikolic tryggði Huginn hádramatískan sigur með óverjandi skoti úr aukaspyrnu í uppbótartíma.

Atli Gunnar stóð í rammanum að venju, Gauti Skúla og Ingimar voru bakverðir en Kristján Smári og Stefan miðverðir. Á miðjunni voru Darko, Nik og Rúnar. Marko og Einar Óli voru á köntunum og Friðjón tók framherjastöðuna í fjarveru Birgis.
Á bekknum voru Ívar Hafliða, Gunnar Már, Hörður Bragi, Bragi Emils og Stefán Jóhanns allir tilbúnir að leggja sitt af mörkum.

Einar Óli skoraði fyrsta mark leiksins á 21.mínútu þegar hann setti knöttinn snyrtilega uppí markhornið.
Á 27.mínútu bætti Darko öðru marki Hugins við þegar hann skoraði með skoti utan teigs. Stefan þurfti að fara útaf vegna meiðsla á 31.mínútu leiksins og Ívar Hafliða tók stöðu hans í vörninni. Á 39.mínútu skoraði Marko svo úr aukaspyrnu sem var óverjandi fyrir markvörð KFR.

Í hálfleik var staðan 3-0. Darko var skipt útaf í hálfleik og í hans stað kom Bragi Emilsson.

Nik skoraði fjórða og síðasta mark leiksins á 61.mínútu áður en honum var skipt útaf á 73.mínútu fyrir Stefán Jóhannsson.

Leiknum lauk því með 4-0 sigri Hugins og liðið er á fínni siglingu eins og er. Liðið er í 2.sæti deildarinnar með 15 stig, jafn mörg og Fjarðabyggð sem eru efstir á markatölu. Leiknir, Víðir og ÍH koma næst með 12 stig hvert.

Næsti leikur er heimaleikur gegn grönnunum frá Fáskrúðsfirði, Leikni laugardaginn 28.júní.

Flokkar:Fréttir, Leikir
  1. Jón Halldór
    25.6.2013 kl. 15:32

    Þetta var athyglisverður leikur. Huginn sýndi að það er bit í sóknarleiknum og setti 4 fín mörk. Vörnin stóð sig vel og Atli virkar traustari með hverjum leiknum. Hins vegar átti miðjan hjá okkur í erfiðleikum með þá stóran hluta seinni hálfleiks, sem er áhyggjuefni. Ég er hress með að Binni skyldi gefa varamönnunum tækifæri, enda stóðu þeir sig nokkuð vel.

  1. No trackbacks yet.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: