Heim > Fréttir, Leikir > Góður útisigur í Garði

Góður útisigur í Garði

Huginn lagði Víði í gærkvöldi á Garðsvelli. Darko og Einar Óli voru fjarverandi vegna meiðsla auk þess sem Bragi var fjarverandi. Biggi kom þó aftur inn í hóp, hann og Stefán komu inní byrjunarliðið fyrir Darko og Einar.

Atli var sem fyrr í markinu og Gauti og Ingimar bakverðir. Kristján og Stefan voru miðverðir og á miðjunni voru Rúnar, Nik og Friðjón. Marko og Stefán voru kantmenn og Biggi frammi.
Á bekknum voru Ívar, Binni, Gunni og Hörður Bragi.

Á 29.mínútu náðu Huginsmenn sókn sem endaði með því að Marko fékk boltann inni í teig Víðis og kláraði færi sitt vel.
Huginsmenn björguðu á línu auk þess sem markvörður Víðis, Rúnar bjargaði meistaralega einn gegn Bigga.

Rétt fyrir hálfleik fengu heimamenn víti. Gauti braut þá af sér en snertingin var ekki mikil. Atli gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnuna og Huginn fór í sókn sem endaði með hornspyrnu. Víðismenn skölluðu boltann útaf í annað horn sem Huginn tók stutt. Marko lét vaða á markið og skotið var of fast fyrir markvörð Víðis, staðan orðin 0-2 og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Síðari hálfleikur var 5 mínútna gamall þegar staðan var orðin 0-3. Huginn fékk horn sem Kristján fleytti áfram frá nærstöng. Boltinn hafði viðkomu í varnarmanni Víðis áður en hann fór í markið.
Á 54.mínútu kom Ívar inná í vörnina í stað Stefans.

Á 74.mínútu kom Hörður Bragi inná fyrir Marko.

Þá var mark dæmt af heimamönnum vegna rangstöðu.

Á 87.mínútu minnkuðu heimamenn loks muninn þegar Ívar braut á Ólafi Ívari innan teig sem tók vítið sjálfur og skoraði með skoti beint á markið.
Þá kom Gunnar Már inná fyrir Bigga undir lok leiksins.

Leiknum lauk með 3-1 sigri Hugins á sterkum útivelli og eftir hann sitja Huginsstrákarnir einir í fyrsta sæti 3.deildarinnar með 21 stig. Fjarðabyggð eru með 18 stig í 2.sæti og ÍH með 15 í því þriðja. Leiknir og Víðir koma þar á eftir með 12 stig hvort í fjórða og fimmta sæti.
Næsti leikur Hugins er heimaleikur gegn Grundarfirði laugardaginn 6.júlí kl.14:00.
Flokkar:Fréttir, Leikir
  1. Engar athugasemdir ennþá.
  1. No trackbacks yet.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: