Heim > Fréttir, Leikir > 2-0 sigur á Grundfirðingum

2-0 sigur á Grundfirðingum

Grundfirðingar heimsóttu Austurlandið um helgina. Á laugardaginn heimsóttu þeir Huginsmenn í slagviðrisleik.

Nokkra leikmenn vantaði í liðið. Nik tók út leikbann, Darko og Stefan voru frá vegna meiðsla auk þess sem Biggi var fjarri góðu gamni.

Byrjunarlið Hugins:
Atli;
Ingimar, Kristján, Ívar, Gauti;
Friðjón, Bragi, Rúnar
Stefán, Einar, Marko
Bekkur: Binni, Raggi, Gunni, Hörður.

Eftir að hafa fengið frábæra knattspyrnuviðureign viku áður var annað uppi á teningnum síðastliðinn laugardag. Veðrið og aðstæður voru ekki þær bestu til knattspyrnuiðkunar þó þær hafi ekki endilega verið þannig að leiknum þyrfti að fresta eða hann færður.

Á 29.mínútu fengu Grundfirðingar fyrstu áminninguna en spjöldin áttu sannarlega eftir að verða fleiri.
Þrem mínútum síðar komst Huginn yfir. Marko komst þá í gott færi og lét vaða, boltinn stefndi framhjá en Einar Óli tæklaði boltann inn. 1-0 fyrir Huginn.

Á 34.mínútu fékk leikmaður Grundfirðinga gult spjald og aðeins fjórum mínútum síðar sparkaði hann í Einar Óla á meðan boltinn var ekki í leik. Fyrir þetta fékk hann sitt annað gula spjald og var þar með vikið af velli en hefði hæglega getað fengið beint rautt fyrir að sparka í leikmann þegar boltinn er fjarri eða ekki í leik.
Tveir leikmenn gestanna nældu sér einnig í áminningar á þessari örlagaríku 38.mínútu og Grundfirðingar þar með komnir með 5 gul spjöld og 1 rautt á innan við 40.mínútum.

Staðan var 1-0 í hálfleik og þó gestirnir væru manni færri gat allt gerst.

Ívar og Marko nældu sér í áminningar á 52. og 55.mínútu en gestirnir gáfust ekki upp, spiluðu vel og börðust í síðari hálfleik.

Fyrsta skipting Hugins kom á 65.mínútu þegar Binni kom inná fyrir markaskorarann Einar Óla.
Á 79.mínútu kom svo Hörður Bragi inná fyrir Stefán.

Það var svo í uppbótartíma sem heimamenn gerðu útum leikinn og voru það varamennirnir að verki. Binni stakk boltanum inn fyrir á Hörð Braga sem skoraði á 91.mínútu og innsiglaði sigurinn með sín fyrsta marki fyrir Huginn.

Leiknum lauk semsagt með 2-0 sigri og þegar mótið er hálfnað situr Huginn á toppnum með 24 stig, þrem stigum meira en Fjarðabyggð.

Darko er enn markahæstur Huginsmanna með 7 mörk en Einar Óli og Marko hafa skorað 6. Þá er Friðjón með 5 mörk og Nik hefur skorað 4.

Staðan í deildinni:

1 Huginn 9 8 0 1 32  –    9 23 24
2 Fjarðabyggð 9 7 0 2 36  –    8 28 21
3 ÍH 8 6 0 2 19  –  20 -1 18
4 Leiknir F. 8 4 0 4 19  –  14 5 12
5 Víðir 8 4 0 4 18  –  19 -1 12
6 KFR 8 4 0 4 17  –  20 -3 12
7 Augnablik 8 3 0 5 18  –  19 -1 9
8 Grundarfjörður 10 2 0 8 12  –  22 -10 6
9 Magni 8 2 0 6   9  –  23 -14 6
10 Kári 8 2 0 6   6  –  32 -26 6
Flokkar:Fréttir, Leikir
  1. Engar athugasemdir ennþá.
  1. No trackbacks yet.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: