1-2 tap og 4-2 sigur
Huginn fékk heimsókn frá nágrönnum sínum í Fjarðabyggð föstudaginn 9.ágúst. Nik Chamberlain var nýfarinn til náms í Bandaríkjunum og Stefan tók út bann í þessum leik.
Liðið leit svona út:
Atli
Ingimar – Kristján – Ívar – Gauti
Rúnar – Óttar
Marteinn – Einar – Marko
Friðjón
Á bekk voru Öystein, Darko, Raggi, Villi og Hörður.
Fjarðabyggð komust yfir með marki úr vítaspyrnu á 19.mínútu en á 41.mínútu jafnaði Friðjón metin, einnig úr vítaspyrnu.
Staðan var 1-1 í hálfleik.
Leikurinn var í járnum að mestu og staðan var jöfn allt þar til á lokamínútunum að Fjarðabyggð skora sigurmark á 90.mínútu og sigra leikinn 1-2.
Sunnudaginn 18.ágúst kom lið Augnabliks í heimsókn á Seyðisfjörð.
Lið Hugins:
Atli
Ingimar – Kristján – Stefan – Gauti
Rúnar – Darko – Óttar
Friðjón – Biggi – Marko
Á bekk voru Ívar, Öystein, Marteinn, Villi, Stefán, Hörður.
Biggi skoraði tvö mörk í fyrri hálfleiknum. Fyrst á 1.mínútu og svo á þeirri 32.
Staðan var 2-0 í hálfleik.
Augnablik jafnaði metin með tveimur mörk á tíu mínútna millibili, á 60. og 70.mínútu.
Á 83.mínútu var brotið á Óttari innan teigs og Friðjón skoraði úr vítaspyrnunni og staðan orðin 3-2.
Á 92.mínútu gulltryggði Marteinn 4-2 sigur.
Þegar 4 leikir eru eftir eru Fjarðabyggð og Huginn jöfn að stigum með 36 stig en ÍH eru 12 stigum á eftir í 3.sætinu.
Fjarðabyggð og Huginn eru því komin langt með að tryggja sæti í 2.deild að ári!
Næsti leikur Hugins er á Seyðisfirði þann 31.ágúst þegar Víðir kemur í heimsókn.