Heim > Fréttir, Leikir > Huginn í 2.deild 2014!!

Huginn í 2.deild 2014!!

Árið 2004 sigraði Huginn 3.deild karla og fór upp í 2.deild ásamt Fjarðabyggð. Þar spilaði félagið tímabilin 2005 og 2006 en þá féll liðið aftur í 3.deild.
Árin 2007-2012 lék félagið í 3.deildinni en sumarið 2012 tryggði Huginn sér sæti í hinni nýju tíu liða 3.deild sem stofnuð var þegar deildum Íslandsmeistaramótsins var fjölgað í 5.

Fyrir tímabilið sem nú stendur yfir var ákveðið að taka þátt í Lengjubikar KSÍ í sameiningu við lið Einherja sem þá voru að undirbúa sig fyrir þátttöku í 4.deild.
Horfurnar á því að manna leikmannahópinn voru ekki sérlega góðar og til marks um það neyddist félagið til að draga sig úr þátttöku í bikarkeppni KSÍ.

Núna eru rúmir þrír mánuðir frá fyrsta leik Hugins í 3.deild og hefur félagið sigrað 12 af 14 leikjum sínum í deildinni.
Liðið situr í 2.sæti deildarinnar og hefur þegar tryggt sér sæti í 2.deild árið 2014, þremur stigum á eftir Fjarðabyggð sem situr í 1.sæti en hefur spilað tveimur leikjum meira en Huginn.

Huginn fær Víði í heimsókn næsta laugardag áður en liðið heimsækir Leikni þremur dögum síðar.
Laugardaginn 7.september er útleikur gegn Fjarðabyggð og lokaleikur liðsins er svo heima gegn Magna þann 14.september.

Flokkar:Fréttir, Leikir
  1. Engar athugasemdir ennþá.
  1. No trackbacks yet.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: