Heim > Fréttir, Leikir > 2.sæti í 3.deild 2013

2.sæti í 3.deild 2013

Huginn og Fjarðabyggð unnu bæði sína lokaleiki í 3.deild karla um helgina.
Liðin luku keppni bæði með 15 sigra í 18 leikjum og 45 stig en Fjarðabyggð urðu deildarmeistarar á markatölu.
Huginn sigraði Magna 3-2 á meðan Fjarðabyggð slátraði Leikni á Búðagrund og þannig tryggðu þeir sér efsta sætið.
Liðin tóku efstu tvö sætin með miklum yfirburðum og munu leika í 2.deild næstkomandi sumar.
Liðin í 2.deild 2014:
Grótta / KV
– Grótta og KV spila úrslitaleik um það hvort liðið fylgir HK upp í 1.deild karla. Hitt liðið mun sitja eftir í 2.deild.
Huginn
Fjarðabyggð
– Liðin sem koma upp í 2.deild úr þeirri 3ju.
Völsungur
KF
– Liðin sem falla úr 1. niður í 2.deild.
Dalvík/Reynir
Sindri
Afturelding
ÍR
Njarðvík
Reynir S 
Ægir
Það er ljóst að næsta sumar verður lið Hugins á töluverðu ferðalagi. Reikna má með því að af 11 útileikjum komi liðið til með að fljúga til Reykjavíkur í 6 af þeim, þ.e. gegn Ægi í Þorlákshöfn, Reyni í Sandgerði, Njarðvík, ÍR, Aftureldingu og svo Gróttu eða KV.
Hinir 5 útileikirnir eru sennilega keyrsluleikir. Sindri á Höfn, Fjarðabyggð, Völsungur, Dalvík/Reynir og KF.
Það er ljóst að veturinn og næsta tímabil verður spennandi fyrir Huginn en við skulum bíða aðeins lengur með frekari umræður varðandi komandi átök, það eru einungis 2 dagar síðan strákarnir luku frábæru knattspyrnutímabili.
Fyrst skal fagnað.Til hamingju Hugins menn og konur!!!

Flokkar:Fréttir, Leikir
  1. Engar athugasemdir ennþá.
  1. No trackbacks yet.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: