Sarpur

Archive for the ‘Leikmannafréttir’ Category

Magni 1-2 Huginn og nýir leikmenn

Huginn mætti Magna á Grenivík síðastliðinn laugardag.

Atli Gunnar stóð í markinu með þá Ingimar, Kristján, Ívar og Hörð Braga fyrir framan sig.
Hörður Bragi tók stöðu vinstri bakvarðar í fjarveru Gauta sem er erlendis í nokkrar vikur.
Rúnar, Nik og Friðjón stóðu vaktina á miðjunni, Stefán á hægri kanti og Marko á þeim vinstri. Fremstur var Einar Óli.
Á bekknum voru Stefan, Darko, Gunni og Binni.

Image

Huginsmenn léku í varabúningum sínum á Grenivík. (mynd: Ingimar Jóhannsson)

Huginn komst yfir á 23.mínútu með marki frá Nik, en áður höfðu Stefán og Friðjón náð sér í áminningar.

Staðan var 0-1 í hálfleik og útlitið ágætt.

Í byrjun síðari hálfleiks, á 47.mínútu, fékk Ívar ódýrt gult spjald fyrir brot.
Á 51.mínútu var forystan orðin 2 mörk. Einar Óli skoraði þá sitt sjöunda mark það sem af er sumri, staðan 0-2.
Einungis 6 mínútum síðar minnkuðu heimamenn muninn þegar Hreggviður skoraði sitt fimmta mark í deildinni.
Staðan orðin 1-2 og spennandi leikur framundan.

Marko nældi sér skömmu síðar í áminningu og á 80.mínútu var Ívari vikið af velli þegar hann fékk aðra ódýra áminningu.

Lokatölur voru 1-2 og Huginsmenn náðu sér þarna í frábæran útisigur á Grenivík!

Eftir 10 leiki trónir Huginn enn á toppi 3.deildar með 27 stig, þrem stigum meira en Fjarðabyggð. Þar á eftir koma ÍH með 21 stig.
Í 4.sæti eru Víðir með 15 stig eftir 9 leiki.

Nú er félagaskiptaglugginn opinn og nú þegar hafa tveir leikmenn fengið félagaskipti til Hugins.
Marteinn Gauti Kárason kemur á láni frá Hetti en hann lék 14 leiki með liðinu í fyrra og skoraði 1 mark.
Marteinn er fljótur og knár kantmaður sem eykur breiddina í sóknarlínu liðsins enn frekar.

Þá hefur Vilhjálmur Rúnarsson fengið félagaskipti, einnig frá Hetti. Vilhjálmur er Reykvískur piltur sem kom til Hattar fyrir tímabilið en hefur fengið afar takmörkuð tækifæri.
Hann er örfættur og sterkur leikmaður sem getur leikið á vinstri kanti sem í vinstri bakvarðastöðunni. Það kemur sér vel, ekki síst í fjarveru Gauta Skúlasonar sem hefur hingað til spilað vinstri bakvörðinn en er staddur erlendis til nokkurra vikna.

Fróðlegt verður að sjá hvort fleiri leikmenn bætist í leikmannahóp Hugins fyrir lok gluggans en við bjóðum Martein og Villa velkomna til Hugins og óskum þeim vitanlega góðs gengis með liðinu.

Um helgina koma Huginsmenn í suðurferð þar sem leikið verður gegn Kára á Akranesi á föstudagskvöldið áður en Kaplakriki verður heimsóttur á sunnudaginn þar sem ÍH tekur á móti liðinu.

fös. 19.júlí kl.20:00 : Kári – Huginn : Norðurálsvöllurinn
sun. 21.júlí kl.14:00 : ÍH – Huginn : Kaplakrikavöllur

Við hvetjum að sjálfsögðu alla Seyðfirðinga og aðra stuðningsmenn Hugins til að fjölmenna á leikina og styðja þá til sigurs!

ÁFRAM HUGINN!

Leikmannahópurinn klár!

Við sögðum frá því í gær að 3 Serbar og 2 Hattarmenn væru komnir til Hugins.

Englendingurinn Jake Roberts er tvítugur hægri bakvörður sem hefur einnig fengið félagaskipti til Hugins.

Þar með er leikmannahópurinn klár fyrir sumarið en félagaskiptaglugganum hefur verið lokað.
Fyrsti leikur Hugins er á Grundarfirði á laugardaginn og hvetjum við Huginsmenn á svæðinu að sjálfsögðu til að kíkja á leikinn!

Leikmannahópinn má sjá hér að ofan.

5 leikmenn fá félagaskipti í Hugin

Fimm leikmenn fengu í dag skipti í Hugin. Þar af eru þrír Serbar en tveir koma frá Hetti.

Marko Nikolic þekkja margir stuðningsmenn Hugins en hann skoraði 7 mörk í 15 leikjum með liðinu síðasta sumar. Marko er sóknarmaður en hann spilaði í fyrra á vinstri kanti.

Þá koma þeir Darko Vidanovic (f.1988) og Stefan Spasic (f.1992) einnig frá Serbíu. Darko er miðjumaður og Stefan er miðvörður sem getur spilað djúpt á miðju.

Frá Hetti koma þeir Bragi Emilsson (f.1992) og Hörður Bragi Helgason (f.1993). Bragi spilar framarlega, á miðju eða kanti en Hörður spilar bakvörð eða á miðju.

Leikmannafréttir

Nokkrar breytingar hafa orðið á leikmannahóp Hugins í félagaskiptaglugganum sem nú er að loka.

Höttur kallaði Brynjar Árnason til baka úr láni og slíkt hið sama gerði Þór þegar þeir kölluðu Ingólf Árnason til baka. Báðir höfðu þeir staðið sig vel með liðinu í sumar og er þakkað fyrir sín framlög.
Þá er Geisli Hreinsson hættur en í hans stað kemur Sindri Þorkelsson og veitir Atla samkeppni um stöðu markvarðar. Þeim Geisla, Brynjari og Ingó óskum við góðs gengis í sínum verkefnum.

Þrír leikmenn hafa svo skipt í Hugin á síðustu dögum.
Frá Hetti koma Ingimar Jóhannsson og Steinar Aron Magnússon. Ingimar er snöggur bakvörður sem getur leyst stöðu kantmanns en Steinar er sóknarmaður sem getur leyst stöðu kantmanns sömuleiðis. Þá hefur sóknarmaðurinn Einar Óli Þorvarðarson fengið félagaskipti en hann kemur frá KH. Einar skoraði einmitt tvö þriggja marka KH í 1-3 sigri þeirra hér á Seyðisfirði síðasta laugardag, auk þess sem hann skoraði 1 marka KH í 2-4 sigri Hugins á Hlíðarenda fyrr í sumar.

Allir þessir leikmenn hafa fengið leikheimild og geta því spilað með liðinu gegn Leikni á miðvikudagskvöld.

Hin hliðin – Atli Gunnar Guðmundsson

Atli Gunnar er að spila sitt fyrsta tímabil í marki Hugins. Hann fékk ekki á sig mark í síðasta leik og fór heim með svokallað hreint lak. Hér er hin hliðin á Atla Gunnari.

Fullt nafn:  Atli Gunnar Guðmundsson

Gælunafn sem þú þolir ekki:  ég á ekkert gælunafn

Aldur: 18 ára

Giftur / sambúð: Hvorugt

Börn: Enginn

Kvöldmatur í gær: Lasagnia

Uppáhalds matsölustaður: Salatbarinn í Skeifuni er mjög ofarlega. Alveg eins og maður getur í sig látið af góðum mat!

Hvernig bíl áttu: Á ekki bíl

Besti sjónvarpsþáttur:  Modern Family, The Mentalist og Suits

Uppáhalds hljómsveit:  Mumford and Sons og Kasabian

Uppáhalds skemmtistaður: Tjaaa ég á nú engann uppáhalds

Frægasti vinur þinn á Facebook:  Gunnar Einarsson

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst:  “Hefuru einhvertímann legið með kind?” frá Birgi Hákoni Jóhannssyni

Hefurðu tekið dýfu innan teigs:  Hef aldrei látið reyna á það

Hvaða mark sem þú hefur skorað er í uppáhaldi, hvers vegna? Þar sem ég er markmaður þá á ég nú ekki mörg mörk á reikningnum en ég átti hins vegar ágæts tilraun  þegar að Huginn var að keppa á móti Fjarðabyggð í æfingaleik í Fjarðarbyggðahöllinni og ég kom inná útá hægri kant. Ég var búinn að vera inná í ca. 10 mín þegar ég átti þessa mögnuðu fyrirgjöf sem endaði í slánni. Srdjan Rajkovic átti engann veginn von á þessu og hefði ekki átt möguleika ef boltinn hefði verið 5 cm neðar.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með:  Einherja, þó að ég hafi einu sinni spilað með þeim í 4 flokk þar sem ég og rúnar urðum Íslandsmeistarar.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Ekki Birgir Hákon Jóhannsson

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt:  Á vellinum er það líklega Almar Daði Jónsson, þó hann sé reyndar besta skinn utan vallar og ágætis samherji.

Sætasti sigurinn: 4-3 sigur á móti Einherja 25 maí sl.

Áttu þér einhverja hjátrú varðandi knattspyrnuiðkun?: Nei svosem ekki.

Mestu vonbrigðin: Nýleg vonbrigði eru líklega þegar Leiknir Fásk. fékk gefna vítaspyrnu í blálokinn á móti okkur í fyrsta leik á Íslandsmótinu.

Uppáhalds lið í enska: Liverpool

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: TG9 þó gamall sé.

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Láta útsendara frá Landsliðunum koma meira útá land og skoða strákana sem eru í liðum þar.

 

Fyrsta verk ef þú værir formaður Hugins: Laga Garðarsvegsvöll!
Fallegasti knattspyrnumaðurinn í deildinni: Geisli Hreins!

Fallegasta knattspyrnukonan:  Sara Björk

Besti íþróttalýsandinn: Gummi Ben eða Valtýr Björn

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Rúnar Freyr Þórhallsson

Uppáhalds staður á Íslandi:  710 SFK

Uppáhalds staður á Seyðisfirði: Botnahlíð 27

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik:  ég man nú ekkert eins og er en það var nú frekar fyndið þegar Gauti Skúlason skoraði þetta frábæra mark sem átti alveg örugglega að vera fyrirgjöf en eftir að boltinn hafi skoppað á þúfu á vellinum og hann hitti hann svo vel að boltinn steinlá í netinu! En það fyndna var hvernig hann brást við því 😀

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki:  Held að það hafi verið í fyrrasumar þegar ég kom inná fyrir Jón Kolbeinn Guðjóns í næstseinasta leik Íslandsmótsins.

Besta við að æfa fótbolta: Félagsskapurinn, Hreyfingin og Tilfinninginn þegar maður vinnur leik!

Hvenær vaknarðu á daginn:  Á virkum dögum kl. 6.20

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum:  Já ég fylgist eiginlega með flest öllum íþróttum nema kannski hafnabolta og krikketi.

Hvenær borgaðir þú þig síðast inn á knattspyrnuleik:  Þróttur – Höttur í 1. Deildinni núna í byrjun maí.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú:  2500 króna AdiNova, bláum, og Adidas World Cup.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla:  ég var nú svosem ekkert lélegur í neinu en ég nennti aldrei að læra í ensku!

Vandræðalegasta augnablik:  ég man nú því miður ekki eftir neinu

Viltu deila með okkur einhverju leyndarmáli? : Rúnar Freyr Þórhallsson fór einu sinni í sleik við 11 mismunandi stelpur á sama kvöldinu.

Hin hliðin – Birgir Hákon Jóhannsson

Biggi skoraði þrennu í síðasta leik gegn Skínanda og fékk að launum þann heiður að vera fyrsti leikmaður Hugins til að sýna Huginsmönnum og konum á sér hina hliðina.

Fullt nafn:  Birgir Hákon Jóhannsson

Gælunafn sem þú þolir ekki:  Ætli það sé ekki það sem Natan nokkur Arnarsson gaf mér: “Biggi háa kona”

Aldur: 24

Giftur / sambúð: Aleinn

Börn: Nii

Kvöldmatur í gær: Svínakjöt, lambakjöt, súkkulaðiterta og fleira með því – fullkomin máltíð daginn fyrir leik

Uppáhalds matsölustaður: Allir staðir þar sem hægt er að fá góða steik

Hvernig bíl áttu: Golf fólksvagn

Besti sjónvarpsþáttur:  Ætli það sé ekki bara Modern Family í augnablikinu

Uppáhalds hljómsveit:  Edward Sharpe & the magnetic zeros

Uppáhalds skemmtistaður: Lokahóf Hugins

Frægasti vinur þinn á Facebook:  Sölvi Geir Ottesen

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst:  “Hver er sæti sykurpúðinn minn?”  frá Atla Gunnari Guðmundssyni

Hefurðu tekið dýfu innan teigs:  Já en aldrei án snertingar 🙂

Hvaða mark sem þú hefur skorað er í uppáhaldi, hvers vegna? Aukaspyrna á móti Leikni 2011, því Binni leyfir mér ekki að taka aukaspyrnur þrátt fyrir að ég sé eini maðurinn sem hefur skorað úr aukaspyrnu fyrir Huginn trúlega í meira en 2 ár 🙂

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með:  Leikni Fáskrúðsfirði

Besti leikmaður sem þú hefur mætt:  Natan “arnarspark” Arnarsson

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt:  Verður maður ekki bara að segja allt Leiknis liðið í heild sinni 🙂

Sætasti sigurinn: Allir sigurleikir gegn Leikni

Áttu þér einhverja hjátrú varðandi knattspyrnuiðkun?: Neibbs

Mestu vonbrigðin:  Fara ekki upp í 2. deild með Huginn 2008

Uppáhalds lið í enska:  Arsenal

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Böðvar Pétursson

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Rífa Laugardalsvöllinn og byggja stúku sem næði allan hringinn.

Fyrsta verk ef þú værir formaður Hugins: Rífa upp völlinn og búa til nýjan og góðan völl sem drenar almennilega

Fallegasti knattspyrnumaðurinn í deildinni:  Gauti Skúlason

Fallegasta knattspyrnukonan:  Gauti Skúlason

Besti íþróttalýsandinn:  Gummi Ben

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Benni Jóns þegar hann hefur sig til

Uppáhalds staður á Íslandi:  Djúpivogur

Uppáhalds staður á Seyðisfirði: Golfvöllurinn

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik:  Þegar ég var að spila einn af mínum fyrstu leikjum með Neista á móti Leikni á fásk þá hljóp ég meðfram markverði Leiknis þegar hann ætlaði að taka útspark og trufla hann aðeins. Þetta fór eitthvað í taugarnar á honum svo hann tók sig til og lamdi mig niður, dómari rak hann og útaf og dæmdi vítaspyrnu.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Þegar ég var 15 ára, 2002

Besta við að æfa fótbolta: Vinna

Hvenær vaknarðu á daginn:  Nokkrum mínútum áður en ég á að mæta í vinnu

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum:  Golf, NFL og svo flestum íþróttum svona semi

Hvenær borgaðir þú þig síðast inn á knattspyrnuleik:  Höttur-Haukar

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú:  3000 króna Nike Tiempo en á von á Adidas AdiPure bráðlega

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla:  Stærðfræði

Vandræðalegasta augnablik:  Man nú ekki eftir neinu svakalegu í augnablikinu en það var ágætlega vandræðalegt þegar ég bað um tvö vötn í bíói fyrir stuttu

Viltu deila með okkur einhverju leyndarmáli? : Binni Skúla er jafn góður á tölvu og Harry Redknapp

Enn frekari fréttir af leikmannamálum 17.maí

Nokkrir leikmenn fengu leikheimild með Huginn fyrir 15.maí, en þá lokaði félagaskiptaglugginn.

Eins og áður hafði verið greint frá kemur til okkar serbneskur kantmaður/bakvörður; Marko Nikolic ásamt því sem við fáum bandarískan varnarmann; Matthew Tanner. Þeir fengu báðir leikheimild áður en glugginn lokaði.

Þá hefur Geisli Hreinsson gengið til liðs við félagið. Geisli, sem er uppalinn hjá Hetti, er markvörður og kemur til með að veita Atla samkeppni um markvarðastöðuna. Einnig hefur Kári Kolbeinsson fengið leikheimild en hann kom sér nýlega fyrir á Seyðisfirði, sínum heimabæ. Kári spilaði síðast með liðinu árið 2003 og gegndi þá stöðu kantmanns, ef ritara misminnir ekki.

Við bjóðum Geisla og Kára, sem og aðra nýja leikmenn, hjartanlega velkomna til félagsins!

Að lokum er vert að minna á að fyrsti leikur Hugins í deildarkeppni þetta sumarið fer fram á sunnudag kl.14.00. Leikurinn er gegn Leikni F á útivelli og líklegt er að leikurinn muni fara fram í Fjarðabyggðarhöllinni.
Upplýsingar um dag-, tíma- og staðsetningar leikja Hugins má sjá hér.