Fjórum leikjum lokið.

Nú hefur Huginn spilað 4 leiki í 3.deild karla. Leikið var úti gegn Grundarfirði, Augnabliki og KFR en heima gegn ÍH. Uppskeran var 3 sigrar og 1 tap og markatalan úr leikjunum 16-6.

Fyrsti leikurinn var á Grundarfirði þann 19.maí. Serbarnir Marko, Stefan og Darko höfðu komið til landsins þann 17.maí og leikmenn liðsins því rétt að kynnast.
Byrjunarliðið var svona: Atli, Maggi, Stefan, Nik, Gauti, Darko, Rúnar, Friðjón Marko, Einar Óli og Biggi. Á bekk voru Binni, Gunnar Már, Hörður Bragi, Stefán og Jói.
Marko skoraði fyrsta markið á 27.mínútu en Grundfirðingar jöfnuðu rétt fyrir hálfleik. Friðjón skoraði svo úr vítaspyrnu á 52.mínútu En Grundfirðingar jöfnuðu og tryggðu sér sigur með mörkum á 73. og 78.mínútu. Deildin hófst því á tapleik.

Næsti leikur var heimaleikur gegn ÍH sem spila þurfti á Fellavelli þar sem Garðarsvöllur var ekki klár þann 2.júní.
Liðið var svona: Atli, Hörður, Stefan, Nik, Gauti, Darko, Rúnar, Friðjón, Marko, Einar Óli og Biggi. Á bekk voru Ingimar, Gunnar Már, Bragi og Stefán.
Marko, Friðjón og Darko skoruðu allir í fyrri hálfleik og var staðan 3-0 í hálfleik. Darko skoraði sitt annað og Friðjón sömuleiðis áður en Darko fullkomnaði þrennu sína og Nik skoraði svo sjöunda og síðasta mark leiksins. 7-0 voru lokatölur á Fellavelli.

Helgina 7.-9.júní voru tveir útileikir á dagskrá.
Fyrri leikurinn var gegn Augnablik og þar leit liðið svona út:
Atli, Hörður, Stefan, Kristján, Gauti, Rúnar, Darko, Nik, Friðjón, Marko og Biggi. Á bekk voru Einar Óli, Ingimar, Gunnar Már og Stefán.
Rúnar skoraði fyrsta markið með skalla á 10.mínútu og Nik bætti við marki á þeirri 38. Staðan var 0-2 í hálfleik. Einar Óli og Darko bættu við mörkum á 65. og 80.mínútu áður en Stefan varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á þeirri 88.

Sunnudaginn 9.júní var svo komið að heimsókn á Hvolsvöll þar sem liðið mætti KFR.
Liðið leit svona út: Atli, Ingimar, Stefan, Kristján, Gauti, Rúnar, Darko, Nik, Friðjón, Marko og Einar Óli. Á bekk voru Gunnar, Hörður, Stefán og Binni.
Darko skoraði fyrsta markið á 15.mínútu og Einar bætti við marki á þeirri 28. og staðan var 0-2 í hálfleik. KFR jöfnuðu með mörkum á 76. og 80.mínútu. Marko tryggði flottan útisigur með marki á 91.mínútu og Huginn koma því austur með 6 stig eftir ferðina.

Huginn situr í 3.sæti deildarinnar með 9 stig eftir 4 leiki, jafn mörg og Fjarðabyggð og Víðir sem hafa einnig spilað 4 leiki. Leiknir F eru efstir með 12 stig úr 4 leikjum.

FÉLAG L U J T MÖRK NET STIG
1 Leiknir F. 4 4 0 0 16  –    2 14 12
2 Fjarðabyggð 4 3 0 1 16  –    3 13 9
3 Huginn 4 3 0 1 16  –    6 10 9
4 Víðir 4 3 0 1   9  –    7 2 9
5 Augnablik 5 2 0 3   8  –    9 -1 6
6 ÍH 4 2 0 2   7  –  20 -13 6
7 KFR 3 1 0 2   6  –    6 0 3
8 Grundarfjörður 4 1 0 3   6  –    8 -2 3
9 Magni 4 1 0 3   3  –  10 -7 3
10 Kári 4 0 0 4   2  –  18 -16 0

Huginn á nú þrjá heimaleiki í röð. Fyrst kemur Kári í heimsókn þann 15.júní en viku síðar, þann 22.júní, heimsækja Rangæingar Seyðisfjörð. Viku eftir það, afmælishelgina stóru er stórleikur og grannaslagur á Seyðisfjarðarvelli þegar Leiknir F kemur í heimsókn þann 29.júní.
Þriðjudaginn 2.júlí er svo útileikur gegn Víði í Garði og laugardaginn 6.júlí koma Grundfirðingar í heimsókn.

Flokkar:Fréttir, Leikir

Leikmannahópurinn klár!

Við sögðum frá því í gær að 3 Serbar og 2 Hattarmenn væru komnir til Hugins.

Englendingurinn Jake Roberts er tvítugur hægri bakvörður sem hefur einnig fengið félagaskipti til Hugins.

Þar með er leikmannahópurinn klár fyrir sumarið en félagaskiptaglugganum hefur verið lokað.
Fyrsti leikur Hugins er á Grundarfirði á laugardaginn og hvetjum við Huginsmenn á svæðinu að sjálfsögðu til að kíkja á leikinn!

Leikmannahópinn má sjá hér að ofan.

5 leikmenn fá félagaskipti í Hugin

Fimm leikmenn fengu í dag skipti í Hugin. Þar af eru þrír Serbar en tveir koma frá Hetti.

Marko Nikolic þekkja margir stuðningsmenn Hugins en hann skoraði 7 mörk í 15 leikjum með liðinu síðasta sumar. Marko er sóknarmaður en hann spilaði í fyrra á vinstri kanti.

Þá koma þeir Darko Vidanovic (f.1988) og Stefan Spasic (f.1992) einnig frá Serbíu. Darko er miðjumaður og Stefan er miðvörður sem getur spilað djúpt á miðju.

Frá Hetti koma þeir Bragi Emilsson (f.1992) og Hörður Bragi Helgason (f.1993). Bragi spilar framarlega, á miðju eða kanti en Hörður spilar bakvörð eða á miðju.

Við upphaf Íslandsmóts 2013

Huginn Seyðisfirði spilar í 3.deild karla sumarið 2013.
Í deildinni eru samtals 10 lið. Augnablik (Kópavogi) og ÍH (Hafnarfirði) eru fulltrúar höfuðborgarsvæðisins í deildinni. Víðir (Garði), Kári (Akranesi) og Grundarfjörður eru hin liðin á suðvesturhorninu. Þá eru Magni (Grenivík) og KFR (Hvolsvelli) þátttakendur í deildinni ásamt Fjarðabyggð, Leikni F. og Huginn sem eru fulltrúar austurlands.

Nik Chamberlain reyndist okkur mikilvægur síðasta sumar og hann ákvað nýlega að taka slaginn á Seyðisfirði í sumar. Við fögnum því vitanlega og hann verður án vafa mikilvægur okkar liði.
Þá kemur Rúnar Freyr aftur á láni frá Þór en hann spilar einnig stórt hlutverk í liðinu.
Fleiri frétta af leikmannamálum er að vænta.

Fyrsti leikur Hugins í deildinni er útileikur gegn Grundarfirði laugardaginn 18.maí kl.17:00.

Grundfirðingar enduðu í 3.sæti síns riðils í „gömlu“ 3.deildinni í fyrra á eftir Víði og Kára. Þeir tryggðu sér sæti í þessari nýju 3.deild með sigri á Létti í aukakeppni þar sem þau fjögur lið sem enduðu í 3.sæti síns riðils í deildarkeppninni öttu kappi um tvö laus sæti í hinni nýju deild.
Í C-deild Lengjubikarsins sigruðu Grundfirðingar 2 af 5 leikjum sínum, þeir sigruðu Létti og Ými en töpuðu gegn Skallagrím, KFG og KH. Í fyrstu umferð Borgunarbikars karla mættu Grundfirðingar liði Kónganna og sigruðu þar 1-4 þar sem Ingólfur Örn Kristjánsson skoraði þrennu, en hann skoraði 17 mörk í 12 leikjum fyrir Grundarfjörð í fyrrasumar. Þar af skoraði hann 12 mörk í 2 stórsigrum (13-0 og 19-0) gegn liði Snæfells.

Við hvetjum alla sem geta til að mæta á Grundarfjörð þann 18.maí og hvetja okkar menn til dáða í fyrsta leik sumarsins!

Næstu leikir eru svo heimaleikur gegn ÍH sunnudaginn 2.júní og svo útileikur gegn Augnabliki föstudaginn 7.júní.

Flokkar:Fréttir, Leikir

Úrslitakeppnin: Viðureignin við Ægi

Laugardaginn 1.september heimsótti Huginn Þorlákshöfn. Það var hellidemba sem tók á móti okkur en þegar leikurinn var um það bil að hefjast stytti skyndilega upp og ekki leið á löngu þar til sólin hóf að glenna sig.

Lið Hugins var þannig skipað:
Atli stóð í markinu.
Maggi, Matt, Grant og Marko stóðu vaktina í vörninni.
Á miðju voru Friðjón, Nik og Jörgen.
Frammi voru Steinar, Biggi og Einar.
Á bekknum: Gauti, Ívar, Stefán, Marteinn, Benni.

Leikurinn hófst rólega og var jafnræði með liðunum. Svo átti raunar eftir að vera mest allan leikinn. Heimamenn í Ægi komust í stöku hálf-færi og það sama gilti um leik Hugins. Biggi komst í fínt færi eftir ca 35 mínútur en skot hans fór framhjá. Skömmu síðar komst sóknarmaður Ægis einn í gegn. Atli kom út á móti og reyndi að skutla sér á boltann, sóknarmaðurinn varð fyrri til og það endaði með því að Atli braut á sóknarmanninum, víti dæmt og Atla vísað útaf með rautt spjald. Steinar Aron tók stöðu hans í markinu en kom engum vörnum við í vítaspyrnunni. Næstu mínúturnar voru heimamenn sterkari og gestirnir greinilega manni færri. Staðan var 1-0 í hálfleik. Síðari hálfleikur var nokkuð lokaður og í rauninni jafn. Huginn spilaði agaðan varnarbolta og greinilega forgangsatriði að hleypa sem minnstu í gegn. Það tókst ágætlega en heimamenn komust í nokkur hálffæri auk þess sem Steinar brást mjög vel við föstum skalla og varði vel. Undir lokin bættu gestirnir aðeins í sóknina en án árangurs. Úrslitin 1-0 í nokkuð jöfnum leik. Seyðfirskir áhorfendur yfirgáfu suðurströndina vongóðir fyrir síðari leikinn enda höfðu 10 Huginsmenn átt í fullu tré við fullskipað lið heimamanna.

Jón Halldór Guðmundsson skrifaði um seinni leikinn:

Huginn tók á móti Ægi þriðjudaginn 4.september í úrslitakeppni 3. deildar. Setti ég saman umfjöllun um leikinn:
Úrslitin í dag urðu þau að Huginn og Ægir gerðu jafntefli 1-1 í miklum baráttuleik. Leikurinn í dag fór fram í töluverðum vindi og það var kalt og völlurinn blautur. Það kom greinilega fram á spilamennskunni hjá liðunum. Ægir náði forystunni snemma leiks, eftir fyrirgjöf inn í teig sem okkar menn náðu ekki að hreinsa. Eftir þessa slæmu byrjun vantaði Huginn 3 mörk til að komast áfram. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks sótti Huginn mun meira gegn vindinum og mátti markvörður Ægis hafa sig allan við að verja nokkrum sinnum. Í seinni hálfleik fékk Ívar sitt annað gula spjald og þar með rautt og nokkru seinna fauk einn Ægismanna út af fyrir mótmæli. Megnið af seinni hálfleiknum voru sem sagt 10 í hvoru liði. Huginn gekk illa að skapa sér nógu góð færi í seinni hálfleik eins og hinum fyrri og…það var langt liðið leiks þegar Birgir Ottesen Jóhannsson skoraði með flottu skoti. En lengra komumst við Hugins menn ekki að þessu sinni og úrslit leiksins jafntefli og Huginn þar með úr leik í baráttunni um sæti í annarri deild. Mér fannst Huginn spila þennan leik drengilega og ákveðið, vorum klárlega betra liðið á vellinum, en það er ekki spurt að því.
Við göngum sáttir af velli eftir ágætt knattspyrnusumar og Huginsmenn fagna sæti í þriðju deild að ári. Það er ekki dónaleg byrjun á 100 ára afmælisári að fara upp um deild.

Stuðningsmenn Hugins geta einnig verið þakklátir fyrir góða knattspyrnu og marga skemmtilega leiki í sumar.

Flokkar:Fréttir, Leikir

Hin hliðin – Nik Sheila Chamberlain

Nú að lokinni riðlakeppni hjá Huginsmönnum er tilvalið að kíkja á hina hliðina hjá fyrirliða liðsins, Nik Chamberlain.

Fullt nafn / Full name:  Nik Anthony Chamberlain

Gælunafn sem þú þolir ekki / A nickname you can´t stand:  I can’t give you one I don’t like as I like them all, so I’ll give you the one I like the most.  I’ve been called “Sheila” since I was about 14 at home as my nan knitted me a sweater which I wore and it had her name as a label and when my friends saw it they started calling me “Sheila” from then on.

Aldur / Age:  25

Giftur / í sambandi (Married/In a relationship): In a relationship

Börn / Kids?: None that I know of

Kvöldmatur í gær / Last dinner: Haddock, boiled potatoes and steamed veg

Uppáhalds matsölustaður / favorite restaurant: Garret’s… It’s a posh little place I went to once in Montgomery when I was at school there.

Hvernig bíl áttu / Car?:  Yamaha Vino 150CC… I love a Scooter

Besti sjónvarpsþáttur / Favorite TV show:  Game of Thrones

Uppáhalds hljómsveit / Fave band:  Take That (that’s an easier question to answer than my name)

Uppáhalds skemmtistaður / Fave club/pub/etc: Laran when it’s not burnt down

Frægasti vinur þinn á Facebook / most famous Fb friend:  Joel Lynch… He plays for Nottingham Forrest and Wales

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst / Last text you received:
From Boddi “Call me maybe?”
Hefurðu tekið dýfu innan teigs / Ever dived in the penalty box?:  Only in my own

Hvaða mark sem þú hefur skorað er í uppáhaldi, hvers vegna? / Do you have a favorite goal, and why? The winner against Einherji in the last minute.  We had just fought back from 3-2 down with Marko Polo scoring to make it 3-3 and I tapped in from about 4 yards to make it 4-3.  Not a great goal by any means but the importance of that goal gave us our first win and kick started our win streak of 7 games.

 

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með / which team would you never play with:   Leiknir F.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt / best player you´ve played against:  When I was playing in America I played against a couple of full internationals for Trinidad and Tobago, Haiti and Botswana.  The best was Ricardo Pierre-Louis for Haiti.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt / most annoying opponent:  No one sticks to mind as I’m usually the one who does all the annoying.

Sætasti sigurinn / sweetest victory: When I played for AUM in America we beat Lindsey Wilson (most successful NAIA team) on two occasions which I thoroughly enjoyed.  The first was at their place when we beat them 2-1 in golden goal over time Hjortur Hjartarson scoring two screamers and the second was in the National Tournament in 2007 again the score was 2-1.

Áttu þér einhverja hjátrú varðandi knattspyrnuiðkun? / are you superstitious at all regarding football?:  I am but I’m not going to tell you what I do.

Mestu vonbrigðin / most disappointing moment in football (or otherwise):  Losing in the semi-final of the National Tournament in 2007 as we were the best team left and last year in my last game for AUM we lost on penalties in a game that would have taken us to the National Tournament.

Uppáhalds lið í enska / Favorite team in England:  Man Utd

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið / If you could get any player you´d like from another ICELANDIC team, who?: Sveinn Elias Jonsson (captain of Thor) played with him at AUM and we played really well together.  I like his work ethic, never stops, good in possession and is always good for a goal.

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ / Your first action as chariman of Icelandic FA: Change the National Stadium and bring the fans closer to the pitch.

 

Fyrsta verk ef þú værir formaður Hugins / First action as chairman of Huginn: Increase Binni Skula’s pay.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn í deildinni / Most handsome player in the division:  That has to be me really.  Maybe Kjartan Kartarnsson can push me a little now he has joined Leiknir F.

Fallegasta knattspyrnukonan / most beautiful female player:  After some brief internet searching it would have to be Hannah Wall.  She has a simple beauty about her.

Besti íþróttalýsandinn / best sports commentator:  G. Nev without a doubt.

Hver er mesti höstlerinn í liðinu / Huginns “Hustler”?:  No one really stands out but I’ll give it to Marko seeing as everyone knows what he has got up to this summer.

Uppáhalds staður á Íslandi / Favorite place in Iceland:  Seydisfjordur (when it’s sunny)

Uppáhalds staður á Seyðisfirði / favorite place in Seyðisfjörður: Any place that looks down onto the town or into the fjord.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik / Tell us about something funny from a game:  When I played in America some of the Americans you come up against are very homophobic so if they try to annoy me I grab their penis and they freak out and don’t come near me the rest of the game… I’ve done it a few times.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki / when did you play your first game as a senior/grown-up: 15 for Shinewater AFC (don’t exist anymore)

Besta við að æfa fótbolta / best thing about football: Playing under floodlights in light rain and the ball pings around like art and making the perfect tackle.  I get more a kick out of that than scoring.

Hvenær vaknarðu á daginn / When do you wake up:  When my alarm goes off.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum / do you follow other sports?:  Cricket, some Boxing, Tennis, Athletics, Rugby and Darts over the winter.

Hvenær borgaðir þú þig síðast inn á knattspyrnuleik / When did you last pay to see a football game:  I can’t remember.  Been well over 5 years.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú / what kind of shoes do you play in?:  Adidas Preds

 

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla / Your worst course in school:  Maths

Vandræðalegasta augnablik / most awkward moment:  I’m not going to say but I’m sure most can work it out.

Viltu deila með okkur einhverju leyndarmáli? / Any secret you want to share? : Marko has blocked up our drain in the shower with all his hair.  He might not have any on his head but he is like this missing link between ape and man everywhere else.  Every Serb I’ve met is like that.

 

Eitthvað að lokum? / Something you´d like to say at last?:  I appreciate the town and club for allowing me to play here.  Seydis and its people will always hold a special place for me. Afram Huginn!

Huginn 2-2 Leiknir F

Huginn mætti Leiknir F á miðvikudagskvöldið 1.ágúst. Þetta var síðasti heimaleikur Hugins í riðlakeppninni en liðið á nú eftir tvo útileiki á höfuðborgarsvæðinu helgina 17.-19.ágúst. Bæði lið höfðu styrkt sig í glugganum, Leiknir fengu fjóra leikmenn á lokadegi gluggans og Huginn fengu þrjá. Þrír nýir menn voru í byrjunarliði Leiknis og tveir í liði Hugins, þeir Steinar Aron og Einar Óli.

Byrjunarlið Hugins leit svona út:

Atli
Jörgen – Kristján – Matt – Gauti
Friðjón – Rúnar – Einar
Steinar – Birgir – Marko
Bekkur: Ívar, Nik, Maggi, Ingvi, Stefán.

Leikurinn byrjaði illa hjá Huginsmönnum en Leiknir komust yfir strax á 5.mínútu. Þá klikkaði vörnin og nýr sóknarmaður Leiknis komst í gott færi sem hann nýtti sér. Á 23.mínútu jöfnuðu heimamenn. Þá skoraði Einar Óli í sínum fyrsta leik með nýju liði. Einar Óli skoraði tvö mörk á Seyðisfjarðarvelli örfáum dögum áður, þá með liði KH í 1-3 útisigri þeirra.
Staðan var 1-1 í hálfleik. Á 11.mínútu síðari hálfleiks skoraði nýr sóknarmaður Leiknis á ný og kom þeim yfir, 1-2.
Leikurinn var sannkallaður háspennuleikur og tók á taugarnar, enda mikilvæg stig í boði. Það var í uppbótartíma sem Huginn fékk aukaspyrnu hægra megin á vellinum. Marko sendi boltann á Ingva Þór sem kominn var í stöðu hægri bakvarðar. Ingvi hljóp með boltann áður en hann sendi hann fyrir þar sem Rúnar kom boltanum í netið. Ákaflega mikilvægt jöfnunarmark. Birgir fékk síðar færi til að stela sigrinum en skoti hans var bægt frá á ögurstundu.
Atli Gunnar átti flottan leik í markinu, en hann varði nokkrum sinnum „einn-á-einn“ gegn sóknarmanni.

Leiknum lauk því með jafntefli, 2-2. Nú eru fjögur lið að keppast um efstu 2 og 3 sæti riðilsins. Huginn er á toppi riðilsins með 23 stig. Augnablik eru í 2.sæti með 22 stig en eiga einn leik til góða á Hugin. Í þriðja sæti eru Einherji og því fjórða Leiknir F, bæði lið með 20 stig og einnig leik til góða á Hugin.

Flokkar:Fréttir, Leikir

Leikmannafréttir

Nokkrar breytingar hafa orðið á leikmannahóp Hugins í félagaskiptaglugganum sem nú er að loka.

Höttur kallaði Brynjar Árnason til baka úr láni og slíkt hið sama gerði Þór þegar þeir kölluðu Ingólf Árnason til baka. Báðir höfðu þeir staðið sig vel með liðinu í sumar og er þakkað fyrir sín framlög.
Þá er Geisli Hreinsson hættur en í hans stað kemur Sindri Þorkelsson og veitir Atla samkeppni um stöðu markvarðar. Þeim Geisla, Brynjari og Ingó óskum við góðs gengis í sínum verkefnum.

Þrír leikmenn hafa svo skipt í Hugin á síðustu dögum.
Frá Hetti koma Ingimar Jóhannsson og Steinar Aron Magnússon. Ingimar er snöggur bakvörður sem getur leyst stöðu kantmanns en Steinar er sóknarmaður sem getur leyst stöðu kantmanns sömuleiðis. Þá hefur sóknarmaðurinn Einar Óli Þorvarðarson fengið félagaskipti en hann kemur frá KH. Einar skoraði einmitt tvö þriggja marka KH í 1-3 sigri þeirra hér á Seyðisfirði síðasta laugardag, auk þess sem hann skoraði 1 marka KH í 2-4 sigri Hugins á Hlíðarenda fyrr í sumar.

Allir þessir leikmenn hafa fengið leikheimild og geta því spilað með liðinu gegn Leikni á miðvikudagskvöld.

Huginn – Leiknir F 1.ágúst kl.19.00 (Síðasti heimaleikur riðlakeppninnar)

Huginn keppir sinn síðasta heimaleik í riðlakeppninni í 3.deild karla á miðvikudagskvöld.

Leikurinn er gegn Leikni F. og hefst hann kl.19.00.
Við hvetjum stuðningsmenn til að fjölmenna á völlinn á miðvikudaginn og hvetja okkar menn duglega og auðvitað til sigurs. Það er ekki í boði að lúta í gras gegn erkifjendum okkar í Leikni!

Áfram Huginn!

Flokkar:Leikir

Huginn 1-3 KH

Þrír tapleikir í röð hjá liði Hugins en liðið tapaði í dag á heimavelli gegn liði KH. Liðið hefur jafnframt fengið á sig 9 mörk í þessum þrem leikjum og skorað 2. Lokatölur í dag 1-3 eftir að KH menn höfðu leitt í hálfleik; 1-2.

Liðsuppstillingin var svona:
Atli
Jörgen-Ívar-Matt-Gauti
Friðjón-Rúnar-Marko
Ingó-Biggi-Marteinn
Varamenn: Stefán, Benni, Gunnar, Sindri, Raggi.

Fyrsta mark leiksins skoraði Norðfirðingurinn Einar Óli strax í upphafi eftir hræðileg varnarmistök.
Huginsmenn byrjuðu illa og voru engan veginn nógu beittir, en tóku leikinn fastari tökum í kjölfar þess að lenda undir.
Biggi jafnaði leikinn eftir frábæra sendingu Matt úr vörninni sem varnarmaður KH missti af. Biggi fékk boltann og sneri boltanum til hægri áður en hann skoraði af öryggi með föstu skoti upp í þaknetið í hægra horni marksins.
Rétt fyrir hálfleik komst KH yfir. Rúnar missti þá knöttinn á miðjunni og leikmaður KH stakk boltanum inn á Einar Óla. Atli Gunnar kom út á móti honum til að loka en Einar tjippaði boltanum yfir markvörð okkar. 1-2 í hálfleik.
Í síðari hálfleik fór leikurinn aðallega fram á vallarhelmingi gestanna, sem vörðust og börðust afar vel. Huginn sótti stíft allan síðari hálfleikinn og fór boltinn tvisvar í tréverk gestanna. Fyrst við bylmingsskot Marko sem small í slánni og síðar þegar Ívar átti skalla í stöng af stuttu færi. Annarri ógn Hugins var annað hvort afstýrt af varnarmönnum KH eða markmanni þeirra, sem átti stórleik og skilur nokkrar eftirminnilegar markvörslur eftir í minnum heimamanna.
Eftir því sem leið á leikinn bætti Huginn mönnum í sókn og við það varð ljóst að ekki mætti mikið gerast til að vörnin opnaðist.
Þegar það gerðist komst félagaskiptamethafinn Hallur í boltann framarlega á vellinum, Atli kom út en hikaði og Hallur setti boltann örugglega í markið. 1-3 og um 5 mínútur eftir. Vonbrigðin leyndu sér ekki og Huginn sótti af vanmætti síðustu mínúturnar áður en leikurinn var flautaður af.

Flokkar:Leikir