Heim > Fréttir, Leikir > 6 stiga ferð suður

6 stiga ferð suður

Kári   2 – 5   Huginn

Föstudagskvöldið 19.júlí mættust Kári og Huginn inni í Akraneshöllinni.

Marteinn og Vilhjálmur, leikmennirnir tveir sem fengu félagaskipti komu inn í leikmannahópinn og Villi tók stöðu vinstri bakvarðar.
Byrjunarlið Hugins:
Atli; Ingimar-Kristján-Stefan-Villi; Rúnar-Friðjón-Nik; Stefán-Birgir-Marko.
Raggi, Binni, Einar Óli, Hörður og Marteinn voru á bekknum.

Á 3.mínútu komust heimamenn í 1-0 og var þar að verki Felix Hjálmarsson sem kom til Kára í vikunni.
Stefan Spasic jafnaði metin á 20.mínútu og Marko skoraði svo á þeirri 32. og staðan orðin 1-2.
Staðan var 2-2 í hálfleik eftir að Kristinn Aron Káramaður jafnaði metin á 43.mínútu leiksins.

Á 57.mínútu skoraði Rúnar Freyr úr vítaspyrnu og staðan orðin 2-3. Aðeins fimm mínútum síðar var staðan orðin 2-4 þegar Biggi skoraði fyrsta mark sitt í sumar.

Á 77.mínútu skoraði Friðjón svo fimmta mark Hugins og þannig lauk leiknum með 2-5 sigri Hugins.

Skiptingar Hugins:

  • Marteinn inn fyrir Stefan (71.mín)
  • Hörður Bragi inn fyrir Bigga (86.mín)

Áminningar:

  • Stefan Spasic, Nik, Rúnar.

ÍH 2 – 3 Huginn

Seinni leikur Hugins í þessari suðurferð fór fram í Kaplakrika sunnudaginn 21.júlí.

Byrjunarlið Hugins:
Atli; Ingimar-Kristján-Stefan-Villi; Nik-Rúnar-Friðjón; Marko-Biggi-Marteinn.
Binni, Einar Óli, Hörður Bragi og Stefán voru á bekk.

Á 19.mínútu skoraði Marteinn fyrsta mark leiksins.

Á 35 mínútu fékk Marko boltann hægra megin og skoraði með föstu skoti niður í markhornði fjær.
Fimm mínútum síðar komst Marteinn inn í teig ÍH manna þar sem brotið var á honum og vítaspyrna dæmd. Friðjón tók vítið og skoraði örugglega með skoti í hægra horn marksins.

Staðan var 0-3 í hálfleik.

ÍH menn komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og það tók þá 17 mínútur að koma boltanum í netið þegar leikmaður þeirra slapp einn í gegn og náði að koma boltanum í netið.

Marko átti stuttu síðar þrumuskot utan af velli sem hafnaði ofan á slánni.

Á 70.mínútu var staðan orðin 2-3 þegar ÍH skoruðu eftir klafs í teignum. Tuttugu mínútur voru eftir, heimamenn sóttu stíft og þreytumerki komin fram hjá Huginsmönnum.

Leiknum lauk þrátt fyrir stífa pressu ÍH með sigri Hugins, 2-3.

Skiptingar Hugins:

  • Einar Óli inn fyrir Villa (50.mín)
  • Stefán inn fyrir Martein (84.mín)

Áminningar:

  • Ingimar & Stefan

Huginn hefur nú sigrað 11 leiki í röð og er enn á toppi deildarinnar. Fjarðabyggð eru sex stigum á eftir en eiga einn leik til góða.

Næsti leikur er einmitt gegn Fjarðabyggð og fer leikurinn fram föstudaginn 9.ágúst á Seyðisfjarðarvelli.

Flokkar:Fréttir, Leikir
  1. 23.11.2016 kl. 18:31

    Hiya very nice web site!! Guy .. Excellent
    .. Superb .. I will bookmark your website and take the feeds additionally?

    I’m satisfied to seek out a lot of useful information right here within the publish,
    we’d like work out extra strategies in this regard, thank you for sharing.
    . . . . .

  1. No trackbacks yet.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: