Heim > Fréttir, Leikir > Úrslitakeppnin: Viðureignin við Ægi

Úrslitakeppnin: Viðureignin við Ægi

Laugardaginn 1.september heimsótti Huginn Þorlákshöfn. Það var hellidemba sem tók á móti okkur en þegar leikurinn var um það bil að hefjast stytti skyndilega upp og ekki leið á löngu þar til sólin hóf að glenna sig.

Lið Hugins var þannig skipað:
Atli stóð í markinu.
Maggi, Matt, Grant og Marko stóðu vaktina í vörninni.
Á miðju voru Friðjón, Nik og Jörgen.
Frammi voru Steinar, Biggi og Einar.
Á bekknum: Gauti, Ívar, Stefán, Marteinn, Benni.

Leikurinn hófst rólega og var jafnræði með liðunum. Svo átti raunar eftir að vera mest allan leikinn. Heimamenn í Ægi komust í stöku hálf-færi og það sama gilti um leik Hugins. Biggi komst í fínt færi eftir ca 35 mínútur en skot hans fór framhjá. Skömmu síðar komst sóknarmaður Ægis einn í gegn. Atli kom út á móti og reyndi að skutla sér á boltann, sóknarmaðurinn varð fyrri til og það endaði með því að Atli braut á sóknarmanninum, víti dæmt og Atla vísað útaf með rautt spjald. Steinar Aron tók stöðu hans í markinu en kom engum vörnum við í vítaspyrnunni. Næstu mínúturnar voru heimamenn sterkari og gestirnir greinilega manni færri. Staðan var 1-0 í hálfleik. Síðari hálfleikur var nokkuð lokaður og í rauninni jafn. Huginn spilaði agaðan varnarbolta og greinilega forgangsatriði að hleypa sem minnstu í gegn. Það tókst ágætlega en heimamenn komust í nokkur hálffæri auk þess sem Steinar brást mjög vel við föstum skalla og varði vel. Undir lokin bættu gestirnir aðeins í sóknina en án árangurs. Úrslitin 1-0 í nokkuð jöfnum leik. Seyðfirskir áhorfendur yfirgáfu suðurströndina vongóðir fyrir síðari leikinn enda höfðu 10 Huginsmenn átt í fullu tré við fullskipað lið heimamanna.

Jón Halldór Guðmundsson skrifaði um seinni leikinn:

Huginn tók á móti Ægi þriðjudaginn 4.september í úrslitakeppni 3. deildar. Setti ég saman umfjöllun um leikinn:
Úrslitin í dag urðu þau að Huginn og Ægir gerðu jafntefli 1-1 í miklum baráttuleik. Leikurinn í dag fór fram í töluverðum vindi og það var kalt og völlurinn blautur. Það kom greinilega fram á spilamennskunni hjá liðunum. Ægir náði forystunni snemma leiks, eftir fyrirgjöf inn í teig sem okkar menn náðu ekki að hreinsa. Eftir þessa slæmu byrjun vantaði Huginn 3 mörk til að komast áfram. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks sótti Huginn mun meira gegn vindinum og mátti markvörður Ægis hafa sig allan við að verja nokkrum sinnum. Í seinni hálfleik fékk Ívar sitt annað gula spjald og þar með rautt og nokkru seinna fauk einn Ægismanna út af fyrir mótmæli. Megnið af seinni hálfleiknum voru sem sagt 10 í hvoru liði. Huginn gekk illa að skapa sér nógu góð færi í seinni hálfleik eins og hinum fyrri og…það var langt liðið leiks þegar Birgir Ottesen Jóhannsson skoraði með flottu skoti. En lengra komumst við Hugins menn ekki að þessu sinni og úrslit leiksins jafntefli og Huginn þar með úr leik í baráttunni um sæti í annarri deild. Mér fannst Huginn spila þennan leik drengilega og ákveðið, vorum klárlega betra liðið á vellinum, en það er ekki spurt að því.
Við göngum sáttir af velli eftir ágætt knattspyrnusumar og Huginsmenn fagna sæti í þriðju deild að ári. Það er ekki dónaleg byrjun á 100 ára afmælisári að fara upp um deild.

Stuðningsmenn Hugins geta einnig verið þakklátir fyrir góða knattspyrnu og marga skemmtilega leiki í sumar.

Flokkar:Fréttir, Leikir
  1. Engar athugasemdir ennþá.
  1. No trackbacks yet.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: