Heim > Fréttir, Leikir > Fjórum leikjum lokið.

Fjórum leikjum lokið.

Nú hefur Huginn spilað 4 leiki í 3.deild karla. Leikið var úti gegn Grundarfirði, Augnabliki og KFR en heima gegn ÍH. Uppskeran var 3 sigrar og 1 tap og markatalan úr leikjunum 16-6.

Fyrsti leikurinn var á Grundarfirði þann 19.maí. Serbarnir Marko, Stefan og Darko höfðu komið til landsins þann 17.maí og leikmenn liðsins því rétt að kynnast.
Byrjunarliðið var svona: Atli, Maggi, Stefan, Nik, Gauti, Darko, Rúnar, Friðjón Marko, Einar Óli og Biggi. Á bekk voru Binni, Gunnar Már, Hörður Bragi, Stefán og Jói.
Marko skoraði fyrsta markið á 27.mínútu en Grundfirðingar jöfnuðu rétt fyrir hálfleik. Friðjón skoraði svo úr vítaspyrnu á 52.mínútu En Grundfirðingar jöfnuðu og tryggðu sér sigur með mörkum á 73. og 78.mínútu. Deildin hófst því á tapleik.

Næsti leikur var heimaleikur gegn ÍH sem spila þurfti á Fellavelli þar sem Garðarsvöllur var ekki klár þann 2.júní.
Liðið var svona: Atli, Hörður, Stefan, Nik, Gauti, Darko, Rúnar, Friðjón, Marko, Einar Óli og Biggi. Á bekk voru Ingimar, Gunnar Már, Bragi og Stefán.
Marko, Friðjón og Darko skoruðu allir í fyrri hálfleik og var staðan 3-0 í hálfleik. Darko skoraði sitt annað og Friðjón sömuleiðis áður en Darko fullkomnaði þrennu sína og Nik skoraði svo sjöunda og síðasta mark leiksins. 7-0 voru lokatölur á Fellavelli.

Helgina 7.-9.júní voru tveir útileikir á dagskrá.
Fyrri leikurinn var gegn Augnablik og þar leit liðið svona út:
Atli, Hörður, Stefan, Kristján, Gauti, Rúnar, Darko, Nik, Friðjón, Marko og Biggi. Á bekk voru Einar Óli, Ingimar, Gunnar Már og Stefán.
Rúnar skoraði fyrsta markið með skalla á 10.mínútu og Nik bætti við marki á þeirri 38. Staðan var 0-2 í hálfleik. Einar Óli og Darko bættu við mörkum á 65. og 80.mínútu áður en Stefan varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á þeirri 88.

Sunnudaginn 9.júní var svo komið að heimsókn á Hvolsvöll þar sem liðið mætti KFR.
Liðið leit svona út: Atli, Ingimar, Stefan, Kristján, Gauti, Rúnar, Darko, Nik, Friðjón, Marko og Einar Óli. Á bekk voru Gunnar, Hörður, Stefán og Binni.
Darko skoraði fyrsta markið á 15.mínútu og Einar bætti við marki á þeirri 28. og staðan var 0-2 í hálfleik. KFR jöfnuðu með mörkum á 76. og 80.mínútu. Marko tryggði flottan útisigur með marki á 91.mínútu og Huginn koma því austur með 6 stig eftir ferðina.

Huginn situr í 3.sæti deildarinnar með 9 stig eftir 4 leiki, jafn mörg og Fjarðabyggð og Víðir sem hafa einnig spilað 4 leiki. Leiknir F eru efstir með 12 stig úr 4 leikjum.

FÉLAG L U J T MÖRK NET STIG
1 Leiknir F. 4 4 0 0 16  –    2 14 12
2 Fjarðabyggð 4 3 0 1 16  –    3 13 9
3 Huginn 4 3 0 1 16  –    6 10 9
4 Víðir 4 3 0 1   9  –    7 2 9
5 Augnablik 5 2 0 3   8  –    9 -1 6
6 ÍH 4 2 0 2   7  –  20 -13 6
7 KFR 3 1 0 2   6  –    6 0 3
8 Grundarfjörður 4 1 0 3   6  –    8 -2 3
9 Magni 4 1 0 3   3  –  10 -7 3
10 Kári 4 0 0 4   2  –  18 -16 0

Huginn á nú þrjá heimaleiki í röð. Fyrst kemur Kári í heimsókn þann 15.júní en viku síðar, þann 22.júní, heimsækja Rangæingar Seyðisfjörð. Viku eftir það, afmælishelgina stóru er stórleikur og grannaslagur á Seyðisfjarðarvelli þegar Leiknir F kemur í heimsókn þann 29.júní.
Þriðjudaginn 2.júlí er svo útileikur gegn Víði í Garði og laugardaginn 6.júlí koma Grundfirðingar í heimsókn.

Flokkar:Fréttir, Leikir
  1. Jón Halldór
    9.6.2013 kl. 21:46

    Það er flott að fá svona umfjöllun um leiki Hugins. Mér skilst að það hafi verið mikill baráttuleikur á Hvolsvelli í dag.

  1. No trackbacks yet.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: